Tókst gríðarlega vel að byrja upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 06:00 Freyr Alexandersson og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir síðasta leikinn á EM. Vísir/Getty Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira