Græðararnir í heilbrigðiskerfinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 11. október 2017 16:30 Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun