Að segja rangt frá Þröstur Ólafsson skrifar 10. október 2017 07:00 Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar