Friðarbylting unga fólksins Dagur B. Eggertsson og Jón Atli Benediktsson skrifar 10. október 2017 07:00 Það þarf ungt fólk til að ganga gegn hefðum og venjum og knýja fram samfélagsbreytingar til framtíðar. Það er því mikilvægt að stuðla að samtali þvert á kynslóðir með því að ljá ungu fólki rödd og veita því hlutdeild í úrlausnum þeirra flóknu áskorana sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag. Í hefðbundinni friðarumræðu á alþjóðavísu hefur jafnan verið horft fram hjá því hlutverki sem ungt fólk getur gegnt í friðaruppbyggingu. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2015 um ungt fólk, frið og öryggi hefur þó umbylt þeirri umræðu, og hefur skapað umgjörð um framlag ungs fólks til friðaruppbyggingar og baráttunnar gegn ofbeldisfullum öfgastefnum. Aukin menntun og valdefling ungs fólks skiptir sköpum fyrir þróun heimsmála næstu árin og í því tilliti er mikilvægt að fræðasamfélagið og borgin skapi vettvang fyrir upplýsta umræðu um friðarmál hér á landi. Þar gegnir Höfði friðarsetur mikilvægu hlutverki en Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa að setrinu. Áskoranir heimsmála kalla á víðtækt samstarf og samtal. Höfði friðarsetur býður til þess samtals í dag á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem leiddir eru saman heimsþekktir leiðtogar og aðgerðasinnar í friðarmálum. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sem hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna, er þar meðal flytjenda ásamt Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukonu gegn ofbeldisfullum öfgahópum og talskonu norska ríkissjónvarpsins gegn hatursorðræðu í Noregi, auk annarra frábærra þátttakenda. Friðarvika í Reykjavík er nú orðinn að föstum viðburði í byrjun október, þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð til að minna okkur á von Yoko Ono og Johns Lennon um heimsfrið. Okkar von er að framlag Höfða friðarseturs með árlegri friðarráðstefnu geti orðið til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem borg friðar á alþjóðavísu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Jón Atli Benediktsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Sjá meira
Það þarf ungt fólk til að ganga gegn hefðum og venjum og knýja fram samfélagsbreytingar til framtíðar. Það er því mikilvægt að stuðla að samtali þvert á kynslóðir með því að ljá ungu fólki rödd og veita því hlutdeild í úrlausnum þeirra flóknu áskorana sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag. Í hefðbundinni friðarumræðu á alþjóðavísu hefur jafnan verið horft fram hjá því hlutverki sem ungt fólk getur gegnt í friðaruppbyggingu. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2015 um ungt fólk, frið og öryggi hefur þó umbylt þeirri umræðu, og hefur skapað umgjörð um framlag ungs fólks til friðaruppbyggingar og baráttunnar gegn ofbeldisfullum öfgastefnum. Aukin menntun og valdefling ungs fólks skiptir sköpum fyrir þróun heimsmála næstu árin og í því tilliti er mikilvægt að fræðasamfélagið og borgin skapi vettvang fyrir upplýsta umræðu um friðarmál hér á landi. Þar gegnir Höfði friðarsetur mikilvægu hlutverki en Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa að setrinu. Áskoranir heimsmála kalla á víðtækt samstarf og samtal. Höfði friðarsetur býður til þess samtals í dag á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem leiddir eru saman heimsþekktir leiðtogar og aðgerðasinnar í friðarmálum. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sem hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna, er þar meðal flytjenda ásamt Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukonu gegn ofbeldisfullum öfgahópum og talskonu norska ríkissjónvarpsins gegn hatursorðræðu í Noregi, auk annarra frábærra þátttakenda. Friðarvika í Reykjavík er nú orðinn að föstum viðburði í byrjun október, þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð til að minna okkur á von Yoko Ono og Johns Lennon um heimsfrið. Okkar von er að framlag Höfða friðarseturs með árlegri friðarráðstefnu geti orðið til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem borg friðar á alþjóðavísu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar