Sjónræn innrás í gamla Austurbæjarbíó Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 19:13 Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Sjá meira
Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Sjá meira