Ríkisendurskoðun vill svör frá flokki sem fékk 29 milljónir króna Haraldur Guðmundsson skrifar 25. október 2017 06:00 Skrifstofa Flokks heimilanna var í Vallarstræti 4 í miðborg Reykjavíkur. Starfsemi hans var afar umsvifalítil eftir kosningarnar 2013. vísir/valli Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01
Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00