Miðflokkurinn ætlar að umbylta fjármálakerfinu Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir skrifar 23. október 2017 11:00 Miðflokkurinn ætlar að ráðast í kerfisbreytingar og endurskipuleggja fjármálakerfið. Miðflokkurinn hefur kynnt áætlun sína sem ber yfirskriftina 5+1, sem skiptist í fimm eftirtalda málaflokka: 1. Fjármálakerfið, 2. Atvinnulíf og nýsköpun, 3. Menntun og vísindi, 4. Heilbrigðiskerfið og 5. Réttindi eldri borgara. Þessu til viðbótar er svo heildstæð áætlun sem ber yfirskriftina „Ísland allt“ um það hvernig við ætlum að láta landið okkar virka allt saman sem eina heild. Áætlunin snýst um það hvernig við ætlum að umbylta fjármálakerfinu þannig að það fari að virka fyrir almenning í landinu og fyrirtækin, þá sem eiga að geta nýtt sér þjónustu þess. Markmiðið er að ná eðlilegu vaxtastigi sem gerir fólki kleift að eignast heimili, gerir fyrirtækjum kleift að fjárfesta, skapa ný störf og nýjar hugmyndir. Viðhalda stöðugleika og banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum. Búa til kerfi sem þjónar almenningi, betri húsnæðismarkað, fleiri og betri störf, aukna nýsköpun og verðmætasköpun. Við ætlum að nýta fjármagnið betur í stað þess að auka skatta. Fyrsta skrefið í þessari sókn er að nýta forkaupsrétt ríkisins að Arionbanka. Þegar stóru bankarnir þrír eru komnir í eigu ríkisins er hægt að minnka bankakerfið með því að greiða út úr þeim verulegt umfram eigið fé til ríkisins til að nota í innviðauppbyggingu. Meðan svona mikið umfram eigið fé er inni í bönkunum þá er krafa um ávöxtun á allt þetta eigið fé og einhvern veginn verða bankarnir að ná þeirra ávöxtun. Við þurfum því að minnka bankana svo við náum vaxtastiginu niður. Í nýrri greiningu Danske Bank kemur fram að eigið fé íslensku bankanna sé mun ríflegra en hjá öðrum norrænum bönkum. Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins 17. október 2017 séu viðskiptabankarnir í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum.Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn ætlar að ráðast í kerfisbreytingar og endurskipuleggja fjármálakerfið. Miðflokkurinn hefur kynnt áætlun sína sem ber yfirskriftina 5+1, sem skiptist í fimm eftirtalda málaflokka: 1. Fjármálakerfið, 2. Atvinnulíf og nýsköpun, 3. Menntun og vísindi, 4. Heilbrigðiskerfið og 5. Réttindi eldri borgara. Þessu til viðbótar er svo heildstæð áætlun sem ber yfirskriftina „Ísland allt“ um það hvernig við ætlum að láta landið okkar virka allt saman sem eina heild. Áætlunin snýst um það hvernig við ætlum að umbylta fjármálakerfinu þannig að það fari að virka fyrir almenning í landinu og fyrirtækin, þá sem eiga að geta nýtt sér þjónustu þess. Markmiðið er að ná eðlilegu vaxtastigi sem gerir fólki kleift að eignast heimili, gerir fyrirtækjum kleift að fjárfesta, skapa ný störf og nýjar hugmyndir. Viðhalda stöðugleika og banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum. Búa til kerfi sem þjónar almenningi, betri húsnæðismarkað, fleiri og betri störf, aukna nýsköpun og verðmætasköpun. Við ætlum að nýta fjármagnið betur í stað þess að auka skatta. Fyrsta skrefið í þessari sókn er að nýta forkaupsrétt ríkisins að Arionbanka. Þegar stóru bankarnir þrír eru komnir í eigu ríkisins er hægt að minnka bankakerfið með því að greiða út úr þeim verulegt umfram eigið fé til ríkisins til að nota í innviðauppbyggingu. Meðan svona mikið umfram eigið fé er inni í bönkunum þá er krafa um ávöxtun á allt þetta eigið fé og einhvern veginn verða bankarnir að ná þeirra ávöxtun. Við þurfum því að minnka bankana svo við náum vaxtastiginu niður. Í nýrri greiningu Danske Bank kemur fram að eigið fé íslensku bankanna sé mun ríflegra en hjá öðrum norrænum bönkum. Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins 17. október 2017 séu viðskiptabankarnir í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum.Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík Norður.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar