Handbolti

Aron: Draumar rætast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron á blaðamannafundinum í dag.
Aron á blaðamannafundinum í dag.
Barcelona kynnti Aron Pálmarsson formlega til leiks á blaðamannafundi í dag.

Aron skrifaði á dögunum undir samning við félagið en Barcelona keypti hann frá ungverska félaginu, Veszprém.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað neinn handbolta í vetur þar sem hann fór frá Veszprém áður en tímabilið hófst. Hann vildi komast strax til Barcelona.

Það tók langan tíma að leysa málið sem fékk formlega farsælan endi í dag.

„Ég vil þakka félaginu fyrir að hafa staðið með mér síðustu tvo mánuði. Það voru ekki auðveldir mánuðir,“ sagði Aron á blaðamannafundinum.

„Ég sagði þegar ég var 15 ára að Barcelona væri draumafélagið. Það er ljóst að draumar rætast. Flesta krakka dreymir um að spila fyrir Barcelona enda er það stærsta félag heims.“

Aron mun leika í treyju númer 34 hjá Barcelona á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×