Vinnutíminn heillar Hildi ekki til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 08:30 Telma Lind Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Blikaliðinu eru að standa sig mjög vel í byrjun Íslandsmótsins. vísir/Ernir Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira