Vinnutíminn heillar Hildi ekki til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 08:30 Telma Lind Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Blikaliðinu eru að standa sig mjög vel í byrjun Íslandsmótsins. vísir/Ernir Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira