Vinnutíminn heillar Hildi ekki til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 08:30 Telma Lind Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Blikaliðinu eru að standa sig mjög vel í byrjun Íslandsmótsins. vísir/Ernir Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira