Handbolti

Strákarnir hans Arons töpuðu fyrir neðsta liðinu í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson er þjálfari AaB Håndbold.
Aron Kristjánsson er þjálfari AaB Håndbold. Vísir/Getty
AaB Håndbold missteig sig óvænt í kvöld á heimavelli sínum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Álaborgarliðið tapaði þá með þremur mörkum á móti botnliði Skanderborg sem var aðeins búið að vinna einn af fyrstu níu deildarleikjum sínum á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld.

Skanderborg vann 26-23 og endaði þar með sjö leikja taphrinu sína en liðið vann síðast deildarleik 9. september síðastliðinn.

Lærisveinar Arons Kristjánssonar voru aftur á móti búnir að vinna fimm deildarleiki í röð eða alla leiki sína í dönsku deildinni síðan 12. september.

Janus Daði Smárason og Arnór Atlason skoruðu báðir eitt mark í leiknum, Janus úr þremur skotum en Arnór úr tveimur skotum. Arnór átti einnig tvær stoðsendingar og Janus Daði gaf eina stoðsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×