Dana ekki refsað fyrir afskræmingar á kynfærum kvenna Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 18:45 Peter Frederiksen í réttarsal. vísir/afp Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna. Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna.
Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira