Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍR 75-80 | Breiðhyltingar sterkari í framlengingunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 22:15 Ryan Taylor átti flottan leik fyrir ÍR. vísir/andri marinó ÍR-ingar höfðu betur gegn Stjörnunni í framlengdum leik í fimmtu umferð Domino’s deildar karla sem fram fór í Ásgarði í kvöld. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu leikinn betur og voru komnir í tíu stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Heimamenn náðu þó að minnka muninn fyrir lok leikhlutans og þróaðist leikurinn þannig að hann varð frekar kaflaskiptur. Liðin skiptust á að skora nokkrar körfur í röð og því sveiflaðist forysta leiksins úr fimm-tíu stigum niður í ekki neitt út allan leikinn. Mestur var munurinn á liðunum snemma í seinni hálfleik þegar Stjarnan hafði 11 stiga forystu. Þá hins vegar settu ÍR-ingar í lás í vörninni og komu sér aftur inn í leikinn. Góður varnarleikur var einkennandi í leiknum, og settu liðin í lás í síðasta fjórðungnum og var ekkert stig skorað síðustu tæpu þrjár mínúturnar í venjulegum leiktíma. ÍR-ingarnir virtust viljugri í framlengingunni og fóru að lokum með fimm stiga sigur, 75-80.Afhverju vann ÍR? Það er ótrúlegur karakter sem er í þessu liði. Þegar þeir voru ellefu stigum undir og höfðu ekki skorað í einhverjar mínútur þá hefði manni ekkert brugðið að lið myndu einfaldlega brotna. Það gerist hins vegar ekki svo auðveldlega með Breiðhyltingana. Þá stíga menn upp og skora góðar körfur og koma stemmingunni aftur í gang. Á lokasprettinum lokuðu þeir svo vörninni mjög vel og voru einfaldlega sterkari aðilinn.Hverjir stóðu upp úr? Danero Thomas var frábær fyrir ÍR í þessum leik. Hann skorar 25 stig og kom oft á tíðum með gríðarlega mikilvægar körfur. Hann skilaði varnarvinnunni einnig mjög vel. Sæþór Elmar Kristjánsson átti einnig góðan leik fyrir ÍR og var áberandi í vörninni undir lokin. Matthías Orri Sigurðarson skilar alltaf sínu sem og Ryan Taylor.Hvað gekk illa? Það verður að minnast á ritaraborðið hér. Starfsmennirnir þar virtust í einkar miklum vandræðum með skotklukkuna, en í allavega fjögur ef ekki fleiri skipti, þurfti að stöðva leikinn þar sem skotklukkan fór ekki í gang. Annars var ýmislegt sem vantaði upp á í leik Stjörnunnar, þeir fengu oft opin skot sem voru ekki að detta og misstu þá svolítið trúna þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp.Hvað gerist næst? ÍR-ingar fara til Þorlákshafnar og mæta Þórsurum í sjöttu umferðinni eftir slétta viku. Stjarnann fer svo í heimsókn til nýliða Vals á föstudaginn í næstu viku.Stjarnan-ÍR 75-80 (19-20, 17-9, 17-21, 13-16, 9-14)Stjarnan: Collin Anthony Pryor 24/12 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/12 fráköst/10 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 12, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6, Tómas Þórður Hilmarsson 4/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 0, Dúi Þór Jónsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Viktor Marínó Alexandersson 0, Egill Agnar Októsson 0.ÍR: Ryan Taylor 28/13 fráköst, Danero Thomas 25/6 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 5, Trausti Eiríksson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Daði Berg Grétarsson 0/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Kristinn Marinósson 0/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 0.Matthías: Gefumst aldrei upp „Ánægður að vinna erfiðan leik á rosalega erfiðum heimavelli,“ voru fyrstu viðbrögð leikstjórnandans Matthíasar Orra Sigurðarsonar eftir leikinn. „Enn og aftur erum við að vinna ljóta leiki þar sem við getum voða lítið sóknarlega en náum að grinda þetta út.“ „Ég er sáttur að vinna, en það er enn þá margt sem við þurfum að vinna að.“ „Við gefumst aldrei upp,“ sagði Matthías aðspurður út í karakter liðsins og að þeir nái alltaf að komast aftur til baka. „Við höfum verið mjög duglegir að smella í lás í fjórða leikhluta, sem við gerðum núna.“ „Við fundum nokkur kerfi sem virkuðu vel og vorum bara að mjólka þau eins mikið og við getum. Spiluðum sömu tvö kerfin í fimmtán mínútur held ég.“ Hvað fannst Matthíasi hafa ráðið úrslitum? „Varnarleikur og trú. Orka frá áhorfendum. Held að sambland af þessu þrennu hafi unnið þetta.“ „Vorum frekar rólegir á því og settum í lás varnarlega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson.Hrafn: Drullu svekktur með skítamistök „Ég er bara hundfúll. Stundum talar maður eftir leiki um að taka eitthvað jákvætt með sér og annað en æ, ég er bara drullu svekktur,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir tapið. „Við vorum með þá þar sem við vildum hafa þá. Margir okkar voru bara ekki að standa sig eins og við áttum að vera að gera. Það er bara mjög einfalt.“ „Við erum að missa einföld skot, við erum að gera mistök sem við eigum ekki að vera að gera,“ sagði Hrafn, en Stjarnan komst á tímabili í ellefu stiga forystu í leiknum. Það var auðsjáanlegt að Hrafn var fúll eftir leikinn og hann var ekkert að skafa ofan af hlutunum. „Þeir fóru í frekar einfalda svæðisvörn. Í hvert einasta skipti sem við gerðum það sem við viljum gera á móti 3-2 svæði þá fengum við opið skot. Í hvert einasta skipti.“ „Ef maður hleypur góða sókn á móti svæði og fær galopið skot, þó maður brenni því af þá reynir maður ekki að gera eitthvað annað næst. Maður bara hleypur sömu sóknina og hittir þessu opna skoti,“ sagði Hrafn. „Fullt af skítamistökum sem er hundfúlt að þurfa að koma með.“ Voru það þessi skítamistök, eins og hann orðaði það, sem réðu úrslitum? „Mér fannst við leggja upp með mjög fínt plan á móti þeim, en þegar þeir fara í svæðið og við förum að taka slæmar ákvarðanir þá látum við það fara svolítið í hausinn á okkur varnarlega. Þetta var lélegt.“ „Þennan leik áttum við að vinna og það er drullufúlt að það skildi ekki hafa gengið,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Borche: Vorum líklegri í lokin „Ég þarf að róa mig aðeins niður til þess að greina hvað gerðist,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur og ég ber mikla virðingu fyrir Stjörnunni. Þeir eiga í einhverjum meiðslavandræðum, en þeir pressuðu okkur vel.“ „Mér líkar sú ákvörðun að setja Collin á Matta, við reyndum að breyta aðeins til en þeir greindu það vel. Á endanum börðumst við vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“ „Í framlengingunni vorum við líklegri, strákarnir börðust vel og við vitum að við getum spilað harða vörn á lokametrunum,“ sagði Borche. ÍR-ingar virðast alltaf geta klórað sig til baka inn í leiki og vera með mikinn karakter innan liðsins. „Við spilum spennandi leiki, vonandi líkar stuðningsmönnunum það.“ „Það er ýmislegt sem við þurfum að bæta, sóknin er ekki nógu djúp, við erum enn að leita lausna en við getum veitt öllum liðum leik,“ sagði Borche Ilievski.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar hér fyrir neðan. Dominos-deild karla
ÍR-ingar höfðu betur gegn Stjörnunni í framlengdum leik í fimmtu umferð Domino’s deildar karla sem fram fór í Ásgarði í kvöld. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu leikinn betur og voru komnir í tíu stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Heimamenn náðu þó að minnka muninn fyrir lok leikhlutans og þróaðist leikurinn þannig að hann varð frekar kaflaskiptur. Liðin skiptust á að skora nokkrar körfur í röð og því sveiflaðist forysta leiksins úr fimm-tíu stigum niður í ekki neitt út allan leikinn. Mestur var munurinn á liðunum snemma í seinni hálfleik þegar Stjarnan hafði 11 stiga forystu. Þá hins vegar settu ÍR-ingar í lás í vörninni og komu sér aftur inn í leikinn. Góður varnarleikur var einkennandi í leiknum, og settu liðin í lás í síðasta fjórðungnum og var ekkert stig skorað síðustu tæpu þrjár mínúturnar í venjulegum leiktíma. ÍR-ingarnir virtust viljugri í framlengingunni og fóru að lokum með fimm stiga sigur, 75-80.Afhverju vann ÍR? Það er ótrúlegur karakter sem er í þessu liði. Þegar þeir voru ellefu stigum undir og höfðu ekki skorað í einhverjar mínútur þá hefði manni ekkert brugðið að lið myndu einfaldlega brotna. Það gerist hins vegar ekki svo auðveldlega með Breiðhyltingana. Þá stíga menn upp og skora góðar körfur og koma stemmingunni aftur í gang. Á lokasprettinum lokuðu þeir svo vörninni mjög vel og voru einfaldlega sterkari aðilinn.Hverjir stóðu upp úr? Danero Thomas var frábær fyrir ÍR í þessum leik. Hann skorar 25 stig og kom oft á tíðum með gríðarlega mikilvægar körfur. Hann skilaði varnarvinnunni einnig mjög vel. Sæþór Elmar Kristjánsson átti einnig góðan leik fyrir ÍR og var áberandi í vörninni undir lokin. Matthías Orri Sigurðarson skilar alltaf sínu sem og Ryan Taylor.Hvað gekk illa? Það verður að minnast á ritaraborðið hér. Starfsmennirnir þar virtust í einkar miklum vandræðum með skotklukkuna, en í allavega fjögur ef ekki fleiri skipti, þurfti að stöðva leikinn þar sem skotklukkan fór ekki í gang. Annars var ýmislegt sem vantaði upp á í leik Stjörnunnar, þeir fengu oft opin skot sem voru ekki að detta og misstu þá svolítið trúna þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp.Hvað gerist næst? ÍR-ingar fara til Þorlákshafnar og mæta Þórsurum í sjöttu umferðinni eftir slétta viku. Stjarnann fer svo í heimsókn til nýliða Vals á föstudaginn í næstu viku.Stjarnan-ÍR 75-80 (19-20, 17-9, 17-21, 13-16, 9-14)Stjarnan: Collin Anthony Pryor 24/12 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/12 fráköst/10 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 12, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6, Tómas Þórður Hilmarsson 4/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 0, Dúi Þór Jónsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Viktor Marínó Alexandersson 0, Egill Agnar Októsson 0.ÍR: Ryan Taylor 28/13 fráköst, Danero Thomas 25/6 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 5, Trausti Eiríksson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Daði Berg Grétarsson 0/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Kristinn Marinósson 0/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 0.Matthías: Gefumst aldrei upp „Ánægður að vinna erfiðan leik á rosalega erfiðum heimavelli,“ voru fyrstu viðbrögð leikstjórnandans Matthíasar Orra Sigurðarsonar eftir leikinn. „Enn og aftur erum við að vinna ljóta leiki þar sem við getum voða lítið sóknarlega en náum að grinda þetta út.“ „Ég er sáttur að vinna, en það er enn þá margt sem við þurfum að vinna að.“ „Við gefumst aldrei upp,“ sagði Matthías aðspurður út í karakter liðsins og að þeir nái alltaf að komast aftur til baka. „Við höfum verið mjög duglegir að smella í lás í fjórða leikhluta, sem við gerðum núna.“ „Við fundum nokkur kerfi sem virkuðu vel og vorum bara að mjólka þau eins mikið og við getum. Spiluðum sömu tvö kerfin í fimmtán mínútur held ég.“ Hvað fannst Matthíasi hafa ráðið úrslitum? „Varnarleikur og trú. Orka frá áhorfendum. Held að sambland af þessu þrennu hafi unnið þetta.“ „Vorum frekar rólegir á því og settum í lás varnarlega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson.Hrafn: Drullu svekktur með skítamistök „Ég er bara hundfúll. Stundum talar maður eftir leiki um að taka eitthvað jákvætt með sér og annað en æ, ég er bara drullu svekktur,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir tapið. „Við vorum með þá þar sem við vildum hafa þá. Margir okkar voru bara ekki að standa sig eins og við áttum að vera að gera. Það er bara mjög einfalt.“ „Við erum að missa einföld skot, við erum að gera mistök sem við eigum ekki að vera að gera,“ sagði Hrafn, en Stjarnan komst á tímabili í ellefu stiga forystu í leiknum. Það var auðsjáanlegt að Hrafn var fúll eftir leikinn og hann var ekkert að skafa ofan af hlutunum. „Þeir fóru í frekar einfalda svæðisvörn. Í hvert einasta skipti sem við gerðum það sem við viljum gera á móti 3-2 svæði þá fengum við opið skot. Í hvert einasta skipti.“ „Ef maður hleypur góða sókn á móti svæði og fær galopið skot, þó maður brenni því af þá reynir maður ekki að gera eitthvað annað næst. Maður bara hleypur sömu sóknina og hittir þessu opna skoti,“ sagði Hrafn. „Fullt af skítamistökum sem er hundfúlt að þurfa að koma með.“ Voru það þessi skítamistök, eins og hann orðaði það, sem réðu úrslitum? „Mér fannst við leggja upp með mjög fínt plan á móti þeim, en þegar þeir fara í svæðið og við förum að taka slæmar ákvarðanir þá látum við það fara svolítið í hausinn á okkur varnarlega. Þetta var lélegt.“ „Þennan leik áttum við að vinna og það er drullufúlt að það skildi ekki hafa gengið,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Borche: Vorum líklegri í lokin „Ég þarf að róa mig aðeins niður til þess að greina hvað gerðist,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur og ég ber mikla virðingu fyrir Stjörnunni. Þeir eiga í einhverjum meiðslavandræðum, en þeir pressuðu okkur vel.“ „Mér líkar sú ákvörðun að setja Collin á Matta, við reyndum að breyta aðeins til en þeir greindu það vel. Á endanum börðumst við vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“ „Í framlengingunni vorum við líklegri, strákarnir börðust vel og við vitum að við getum spilað harða vörn á lokametrunum,“ sagði Borche. ÍR-ingar virðast alltaf geta klórað sig til baka inn í leiki og vera með mikinn karakter innan liðsins. „Við spilum spennandi leiki, vonandi líkar stuðningsmönnunum það.“ „Það er ýmislegt sem við þurfum að bæta, sóknin er ekki nógu djúp, við erum enn að leita lausna en við getum veitt öllum liðum leik,“ sagði Borche Ilievski.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar hér fyrir neðan.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum