Fagnar dómi í ofbeldismáli móður gegn börnum: „Þau eiga góðar fjölskyldur núna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent