Óttast um heilsuna vegna sóðaskapar í Arnarholti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2017 20:00 Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent