Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2017 13:29 Carola, Zara Larsson og Robyn skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Getty 1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni. Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
1.993 konur sem starfa í heimi sænskrar tónlistar skrifa undir yfirlýsingu sem birtist í Dagens Nyheter í morgun þar sem þær segja frá kynferðisbrotum gegn sér og áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sænskar nonur sem starfa við leiklist og innan dómskerfisins hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar og sagt frá reynslu sinni af kynferðisbrotum og karllægri menningu innan geiranna. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni þá glatar maður mörgum vinum,“ segir í einni reynslusögunni. Í hópi söngkvennanna sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Zara Larsson, Carola, Robyn, systurnar í First Aid Kit, Lill-Babs, Seinabo Sey, Sabina Ddumba og söngkonurnar í Icona Pop. Rúmlega þrjú þusund söngkonur í hópnumSöngkonurnar söfnuðu saman reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp þar sem í eru á fjórða þúsund kvenna sem starfa með tónlist. Allar reynslusögurnar í greininni sem birtist á DN eru nafnlausar. „Tónlistarútgefandinn sem leikur draumabarn guðs á Facebook og hefur miklar skoðanir um alla aðra en stofnar til átaka í öllum veislum, hefur tekið konu hálstaki á tónlistarviðburði, kallað margar fyrir píku, hóru og svo framvegis... Hann kemst hins vegar alltaf upp með það þar sem „hann var aðeins of fullur,“ segir í einni sögunni. „Þegar manni er nauðgað af duglegum karlkyns tónlistarmanni glatar maður mörgum vikum. „Það sem hann gerði var rangt. En hann er mikilvægur tengiliður í tónlistarbransanum og ég vil ekki slíta tengslin. Ég vona að þú skiljir og virðir það,“ er dæmi um hvað vinir hafa sagt mér í tengslum við það sem hefur gerst,“ er annað dæmi. Söngkonurnar segjast ekki munu þegja lengur yfir þessum málum. Er því beint til valdamanna innan geirans að það sé á þeirra ábyrgð að svona hlutir endurtaki sig ekki. „Við vitum hverjir þið eruð!“ eru síðustu orðin í yfirlýsingunni.
Svíþjóð MeToo Tónlist Tengdar fréttir 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10