Handbolti

Alfreð sameinar Landin-bræðurna hjá Kiel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnus Landin þykir mjög fær hornamaður.
Magnus Landin þykir mjög fær hornamaður. vísir/getty
Dönsku handboltabræðurnir Niklas og Magnus Landin verða samherjar hjá Kiel frá og með næsta tímabili.

Magnus hefur samið við Kiel um að ganga í raðir félagsins á næsta tímabili. Þessi snjalli hornamaður kemur frá KIF Kolding Köbenhavn.

Hinn 22 ára gamli Magnus hefur leikið 24 landsleiki fyrir Dani og skorað 49 mörk.

Aðalmarkvörður danska landsliðsins og bróðir Magnusar, Niklas Landin, hefur leikið með Kiel síðan 2015.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel sitja í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en árangur liðsins á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×