Vörumerki og persónuleiki, vertu þú sjálf/ur Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun