Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 06:33 Michel Barnier segir alla þurfa að vera búnir undir það að viðræðurnar sigli í strand. Vísir/AFP Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs. Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs.
Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
„Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50
Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49