Innlent

Telja að sameining muni efla þjónustu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, og Magnús Stefánsson, bæjarstjórinn í Garði, fagna sameiningu sveitarfélaganna en hið nýja sveitarfélag tekur til starfa í maí á næsta ári.

Þeir segja að sameiningin komi til með að efla þjónustu við íbúa. Þá virðast íbúar á svæðinu flestir sáttir eins og sjá má í sjónvarpsfrétinni hér að ofan.

Þá verður það ákveðið í sameiningu við íbúa hvað nýtt sveitarfélag kemur til með að heita.


Tengdar fréttir

Garður og Sandgerði verða sameinuð

Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð. Íbúar sveitarfélaganna kusu um sameininguna í dag og lágu úrslit fyrir laust upp úr klukkan ellefu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×