Handbolti

Fyrsti sigur Kristianstad í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/Eyþór
Íslendingalið Kristianstad vann sigur á Wisla Pock frá Póllandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Heimamenn í Kristianstad byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 15-10.

Hálfleiksræðan hefur þó skilað sínum árangri hjá Piotr Przybecki því Wisla Pock jafnaði leikinn á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins.

Eftir það var leikurinn í járnum.

Gestirnir voru fæti á undan lengst af, en Kristianstad komst yfir á 53. mínútu og var komið með þriggja marka forystu þegar tvær mínútur voru eftir. Heimamenn misstu forystuna ekki aftur og fóru að lokum með eins marks sigur 25-24.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristiandstad en Gunnar Steinn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson komust ekki á blað.

Fyrir leikinn voru bæði lið án sigurs í A-riðli eftir sex umferðir. Með sigrinum er Kristianstad komið með þrjú stig og hoppar af botninum upp í sjötta sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×