Innlent

Töfrateppið og kaðallinn opin í Bláfjöllum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Vonast er til að hægt verði að opna fleiri lyftur í vikunni.
Vonast er til að hægt verði að opna fleiri lyftur í vikunni. Vísir/ernir
Búast má við því að sjá upprennandi skíða- og brettasnillinga renna sér á skíðum, brettum og snjóþotum í Bláfjöllum í dag í fyrsta skipti þennan vetur.

Töfrateppið og kaðallinn opnuðu klukkan 11 í morgun og verða opnar til  klukkan þrjú í dag.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla segir þetta vera fagnaðarefni fyrir börn og ungmenni. „Þessi opnun er eiginlega gerð fyrir þau. Leyfa þeim að njóta sín. Svo er auðvelt að koma hérna á fjallaskíðum og skinna upp og skíða svo niður og það eru þegar mættir menn sem eru að skinna upp og ætla svo að skíða niður þannig að fjallið er bara opið þó að það sé bara tvær litlar lyftur opnar,“ segir Einar en hann á þó aðallega von á yngstu skíðagörpunum í dag.

Hann gerir ráð fyrir að gestir í Bláfjöllum munu eiga frábæran dag. „Hér er blankalogn, sjö stiga frost og heiðskírt þannig þetta bara getur ekki orðið betra,“ segir Einar.

Ekki er komin nægur snjór til að opna fleiri lyftur en Einar er bjartsýnn á að hægt verði að opna þær í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×