Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 110-104 | Fyrsti heimasigur Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2017 21:45 Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni, 110-104, þegar liðin mættust í 6. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Valshöllinni í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Stjörnumenn fóru skelfilega að ráði sínu en þeir voru sjö stigum yfir, 88-95, þegar mínúta var eftir. Valsmenn sýndu hins vegar mikinn styrk með því að koma til baka og tryggja sér framlengingu. Urald King jafnaði metin í 99-99 eftir að hafa tekið sóknarfrákast. Valur var alltaf með frumkvæðið í framlengingunni og vann á endanum sex stiga sigur, 110-104. Þetta var fyrsti heimasigur Valsmanna á tímabilinu. Með sigrinum fór Valur upp í 8. sæti deildarinnar. Stjarnan, sem er búin að tapa fjórum leikjum í röð, er hins vegar í 9. sætinu. Bæði lið eru með fjögur stig.Af hverju vann Valur leikinn? Leikurinn í kvöld var ótrúlega jafn og kaflaskiptur. Til marks um það skiptust liðin 21 sinni á forystunni og staðan var 10 sinnum jöfn. Valsmenn voru með forystuna í hálfleik, 51-45, og skoruðu svo fyrstu 11 stigin í seinni hálfleik. Þeir náðu ekki að halda sama dampi í framhaldinu en voru samt níu stigum yfir, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þá fóru gestirnir úr Garðabænum í gang, leiddir áfram af leikstjórnanda sínum, Róberti Sigurðssyni. Stjörnumenn skoruðu að vild, alls 36 stig í 4. leikhluta. En þeir spiluðu rassinn úr buxunum á lokamínútunni og köstuðu frá sér unnum leik. Valsmenn hafa farið illa út úr jöfnum leikjum í vetur en sýndu mikinn styrk á lokakaflanum og kláruðu svo dæmið í framlengingunni.Hverjir stóðu upp úr? Austin Magnus Bracey var stigahæstur hjá Val með 34 stig. King skoraði körfuna mikilvægu undir lok venjulegs leiktíma og endaði með 32 stig og níu fráköst. Sigurður Dagur Sturluson steig einnig upp á lokasprettinum og Benedikt Blöndal skoraði níu stig og gaf 10 stoðsendingar. Róbert var í sérflokki hjá Stjörnunni. Hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þá var hann með 80% skotnýtingu. Collin Pryor átti góða kafla og endaði með 23 stig.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að halda forystu og láta kné fylgja kviði. Það var sérstaklega erfitt að fylgjast með reyndu Stjörnuliði kasta góðri forystu á glæ á lokamínútunni.Hvað gerist næst? Valsmenn mæta sjóðheitum ÍR-ingum í Seljaskóla á fimmtudaginn þar sem þeir freista þess að enda átta leikja sigurgöngu ÍR á heimavelli. Fjórum dögum síðar fara Valsmenn til Þorlákshafnar og mæta Þórsurum. Á fimmtudaginn fær Stjarnan Þór Ak. í heimsókn áður en liðið heldur til Grindavíkur og mætir heimamönnum á sunnudaginn.Ágúst: Mögnuð endurkoma Ágústi Björgvinssyni, þjálfara Vals, var létt eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Ég er rosalega kátur með þetta. Mestu máli skiptir að hafa náð þessum tveimur stigum og það hjálpar okkur gríðarlega í þessari baráttu,“ sagði Ágúst eftir leik. Valsmenn hafa farið illa út úr jöfnum leikjum í vetur og það stefndi allt enn eitt sára tapið í kvöld. Þegar mínúta var eftir leiddu Stjörnumenn með sjö stigum, 88-95. Ágúst segir að sér hafi ekki liðið vel á þeim tímapunkti. „Ég verð að vera hreinskilinn með það. Ég hafði áhyggjur. En þetta var mögnuð endurkoma hjá okkur. Það var líka magnað hvernig þeir komust inn í leikinn, þannig að ég held að þetta hafi verið rosalega skemmtilegur leikur á að horfa. Menn spiluðu flottan sóknarleik. Varnarleikurinn var ekkert ömurlegur en sóknarleikurinn var heldur betur flottur,“ sagði Ágúst. Hann segist hafa haft góða tilfinningu fyrir framlengingunni. „Mér leið mjög vel. Við fórum með góða orku inn í framlenginguna, skoruðum í fyrstu sókninni og það var ekkert aftur snúið eftir það,“ sagði Ágúst. Þjálfarinn vonar að sigurinn í kvöld gefi Valsmönnum byr undir báða vængi. „Þetta hlýtur að gefa okkur mikið sjálfstraust. Þetta var þröskuldur sem við komumst yfir. Núna unnum við jafnan leik,“ sagði Ágúst að endingu.Hrafn: Algjörlega brjálaður Það var ekki bjart yfir Hrafni Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn köstuðu frá sér unnum leik gegn Val í kvöld. Stjarnan var sjö stigum yfir, 88-95, þegar mínúta var eftir en glutraði þeirri forystu niður og endaði á því að tapa í framlengingu. „Ég er algjörlega fokking brjálaður, afsakið,“ sagði Hrafn ákveðinn eftir leik. „Við getum ekki talað um að við höfum grafið okkur alltof djúpa holu í þessum leik. Við unnum upp forskot þeirra og komust sjö stigum yfir. Þaðan í frá hjálpuðumst ég og reyndir leikmenn í liðinu að við að missa niður þann mun og gefa þeim tækifæri til að jafna.“ Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð og Hrafn segir stöðuna svarta. „Ég nenni ekki að fara í einhvern leik þar sem þjálfararnir keppast um að tala um hvaða lið er komið styst og hvaða lið á mest inni. Vandamálið er að þetta er staðan á okkur í dag. Við erum lið sem tapar fyrir Val,“ sagði Hrafn. „Með því er ég ekkert að taka neitt af Val. Þetta var ótrúlega flottur leikur hjá þeim og Gústi er að gera frábæra hluti með þetta lið. En raunstaða Stjörnunnar er nákvæmlega þessi. Það þýðir ekki að tala um neitt annað. Og það er stórkostlegt áhyggjuefni,“ sagði Hrafn að lokum.Vísir/AntonVísir/AntonUrald King skoraði 32 stig fyrir Val í kvöld.Vísir/Anton Dominos-deild karla
Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni, 110-104, þegar liðin mættust í 6. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Valshöllinni í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Stjörnumenn fóru skelfilega að ráði sínu en þeir voru sjö stigum yfir, 88-95, þegar mínúta var eftir. Valsmenn sýndu hins vegar mikinn styrk með því að koma til baka og tryggja sér framlengingu. Urald King jafnaði metin í 99-99 eftir að hafa tekið sóknarfrákast. Valur var alltaf með frumkvæðið í framlengingunni og vann á endanum sex stiga sigur, 110-104. Þetta var fyrsti heimasigur Valsmanna á tímabilinu. Með sigrinum fór Valur upp í 8. sæti deildarinnar. Stjarnan, sem er búin að tapa fjórum leikjum í röð, er hins vegar í 9. sætinu. Bæði lið eru með fjögur stig.Af hverju vann Valur leikinn? Leikurinn í kvöld var ótrúlega jafn og kaflaskiptur. Til marks um það skiptust liðin 21 sinni á forystunni og staðan var 10 sinnum jöfn. Valsmenn voru með forystuna í hálfleik, 51-45, og skoruðu svo fyrstu 11 stigin í seinni hálfleik. Þeir náðu ekki að halda sama dampi í framhaldinu en voru samt níu stigum yfir, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þá fóru gestirnir úr Garðabænum í gang, leiddir áfram af leikstjórnanda sínum, Róberti Sigurðssyni. Stjörnumenn skoruðu að vild, alls 36 stig í 4. leikhluta. En þeir spiluðu rassinn úr buxunum á lokamínútunni og köstuðu frá sér unnum leik. Valsmenn hafa farið illa út úr jöfnum leikjum í vetur en sýndu mikinn styrk á lokakaflanum og kláruðu svo dæmið í framlengingunni.Hverjir stóðu upp úr? Austin Magnus Bracey var stigahæstur hjá Val með 34 stig. King skoraði körfuna mikilvægu undir lok venjulegs leiktíma og endaði með 32 stig og níu fráköst. Sigurður Dagur Sturluson steig einnig upp á lokasprettinum og Benedikt Blöndal skoraði níu stig og gaf 10 stoðsendingar. Róbert var í sérflokki hjá Stjörnunni. Hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þá var hann með 80% skotnýtingu. Collin Pryor átti góða kafla og endaði með 23 stig.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að halda forystu og láta kné fylgja kviði. Það var sérstaklega erfitt að fylgjast með reyndu Stjörnuliði kasta góðri forystu á glæ á lokamínútunni.Hvað gerist næst? Valsmenn mæta sjóðheitum ÍR-ingum í Seljaskóla á fimmtudaginn þar sem þeir freista þess að enda átta leikja sigurgöngu ÍR á heimavelli. Fjórum dögum síðar fara Valsmenn til Þorlákshafnar og mæta Þórsurum. Á fimmtudaginn fær Stjarnan Þór Ak. í heimsókn áður en liðið heldur til Grindavíkur og mætir heimamönnum á sunnudaginn.Ágúst: Mögnuð endurkoma Ágústi Björgvinssyni, þjálfara Vals, var létt eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Ég er rosalega kátur með þetta. Mestu máli skiptir að hafa náð þessum tveimur stigum og það hjálpar okkur gríðarlega í þessari baráttu,“ sagði Ágúst eftir leik. Valsmenn hafa farið illa út úr jöfnum leikjum í vetur og það stefndi allt enn eitt sára tapið í kvöld. Þegar mínúta var eftir leiddu Stjörnumenn með sjö stigum, 88-95. Ágúst segir að sér hafi ekki liðið vel á þeim tímapunkti. „Ég verð að vera hreinskilinn með það. Ég hafði áhyggjur. En þetta var mögnuð endurkoma hjá okkur. Það var líka magnað hvernig þeir komust inn í leikinn, þannig að ég held að þetta hafi verið rosalega skemmtilegur leikur á að horfa. Menn spiluðu flottan sóknarleik. Varnarleikurinn var ekkert ömurlegur en sóknarleikurinn var heldur betur flottur,“ sagði Ágúst. Hann segist hafa haft góða tilfinningu fyrir framlengingunni. „Mér leið mjög vel. Við fórum með góða orku inn í framlenginguna, skoruðum í fyrstu sókninni og það var ekkert aftur snúið eftir það,“ sagði Ágúst. Þjálfarinn vonar að sigurinn í kvöld gefi Valsmönnum byr undir báða vængi. „Þetta hlýtur að gefa okkur mikið sjálfstraust. Þetta var þröskuldur sem við komumst yfir. Núna unnum við jafnan leik,“ sagði Ágúst að endingu.Hrafn: Algjörlega brjálaður Það var ekki bjart yfir Hrafni Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn köstuðu frá sér unnum leik gegn Val í kvöld. Stjarnan var sjö stigum yfir, 88-95, þegar mínúta var eftir en glutraði þeirri forystu niður og endaði á því að tapa í framlengingu. „Ég er algjörlega fokking brjálaður, afsakið,“ sagði Hrafn ákveðinn eftir leik. „Við getum ekki talað um að við höfum grafið okkur alltof djúpa holu í þessum leik. Við unnum upp forskot þeirra og komust sjö stigum yfir. Þaðan í frá hjálpuðumst ég og reyndir leikmenn í liðinu að við að missa niður þann mun og gefa þeim tækifæri til að jafna.“ Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð og Hrafn segir stöðuna svarta. „Ég nenni ekki að fara í einhvern leik þar sem þjálfararnir keppast um að tala um hvaða lið er komið styst og hvaða lið á mest inni. Vandamálið er að þetta er staðan á okkur í dag. Við erum lið sem tapar fyrir Val,“ sagði Hrafn. „Með því er ég ekkert að taka neitt af Val. Þetta var ótrúlega flottur leikur hjá þeim og Gústi er að gera frábæra hluti með þetta lið. En raunstaða Stjörnunnar er nákvæmlega þessi. Það þýðir ekki að tala um neitt annað. Og það er stórkostlegt áhyggjuefni,“ sagði Hrafn að lokum.Vísir/AntonVísir/AntonUrald King skoraði 32 stig fyrir Val í kvöld.Vísir/Anton
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum