Vegurinn verður lokaður í vetur! Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 10:46 „Ferjan Baldur er oft kölluð brúin yfir til Vestfjarða.“ segir á heimasíðu Sæferða, rekstaraðila Breiðafjarðarferjunnar. Sú ótrúlega staða er nú uppi að önnur af tveimur samgönguleiðum á milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands er lokuð um ótilgreindan tíma. Fyrsta frétt gaf til kynna að lokunin myndi vara í nokkra daga. Önnur fréttatilkynningin frá Sæferðum gaf til kynna að viðgerð á skipinu tæki 3-4 vikur og í gær barst þriðja tilkynningin, en þar var sagt frá því að viðgerð muni taka 7 vikur hið minnsta og siglingar ekki hefjast aftur fyrr en á nýju ári! Lokað í 3 mánuði? Því miður er hér að líkindum um óraunhæfar væntingar að ræða, miðað við umfang bilunar og þann tíma sem tekið hefur að leysa sambærileg vandamál áður. Þó að þeir sem hér skrifa séu ekki sérfræðingar í skipavélum (annar þó meiri en hinn), þá má af samtölum við þá sem til þekkja ætla að líklegra sé að stoppið vari nær þremur mánuðum en 7 vikum! Leiguskip er eina lausnin Þessi staða er fullkomlega ótæk. Ef vegasamgöngur væru með forsvaranlegum hætti á leiðinni væri hugsanlegt að almenningur og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum og ferðaþjónustan við Breiðafjörð gæti lifað með þessu, en eins og staðan er, þá er enginn kostur annar í stöðunni en að Sæferðir gangi til þess verks, undanbragðalaust, að fá leigt skip sem getur sinnt verkefninu á meðan Baldur er í viðgerð. Höfundar eru þingmenn Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Bergþór Ólason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
„Ferjan Baldur er oft kölluð brúin yfir til Vestfjarða.“ segir á heimasíðu Sæferða, rekstaraðila Breiðafjarðarferjunnar. Sú ótrúlega staða er nú uppi að önnur af tveimur samgönguleiðum á milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands er lokuð um ótilgreindan tíma. Fyrsta frétt gaf til kynna að lokunin myndi vara í nokkra daga. Önnur fréttatilkynningin frá Sæferðum gaf til kynna að viðgerð á skipinu tæki 3-4 vikur og í gær barst þriðja tilkynningin, en þar var sagt frá því að viðgerð muni taka 7 vikur hið minnsta og siglingar ekki hefjast aftur fyrr en á nýju ári! Lokað í 3 mánuði? Því miður er hér að líkindum um óraunhæfar væntingar að ræða, miðað við umfang bilunar og þann tíma sem tekið hefur að leysa sambærileg vandamál áður. Þó að þeir sem hér skrifa séu ekki sérfræðingar í skipavélum (annar þó meiri en hinn), þá má af samtölum við þá sem til þekkja ætla að líklegra sé að stoppið vari nær þremur mánuðum en 7 vikum! Leiguskip er eina lausnin Þessi staða er fullkomlega ótæk. Ef vegasamgöngur væru með forsvaranlegum hætti á leiðinni væri hugsanlegt að almenningur og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum og ferðaþjónustan við Breiðafjörð gæti lifað með þessu, en eins og staðan er, þá er enginn kostur annar í stöðunni en að Sæferðir gangi til þess verks, undanbragðalaust, að fá leigt skip sem getur sinnt verkefninu á meðan Baldur er í viðgerð. Höfundar eru þingmenn Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar