Fordæmdi fréttir um dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Skúli Magnússon er ekki sáttur við umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör dómara. Vísir/anton brink Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels