Domino´s Körfuboltakvöld: Stelpurnar sem blómstruðu eftir landsleikjafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 12:15 Lið 8. umferðarinnar. Mynd/S2 Sport Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira