Handbolti

Svona mun riðill FH líta út

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Munu FH-ingar fagna á laugardaginn?
Munu FH-ingar fagna á laugardaginn? Vísir/Eyþór
FH verður í A riðli EHF bikarsins vinni liðið einvígið við Tatran Presov í þriðju umferðinni. Dregið var í riðla í dag.

Fyrri leikur liðanna tapaðist úti í Slóvakíu 24-21. FH þarf því að vinna seinni leikinn með meira en þremur mörkum til þess að fara áfram.

SKA Minsk frá Hvíta-Rússlandi, danska liðið Bjerringbro-Silkeborg og þýska liðið Magdeburg verða með FH í A-riðli.

Hvít-rússneska liðið hefur verið í EHF-bikarnum síðustu ár, og náði sínum besta árangri tímabilið 2015/16 þegar liðið komst í riðlakeppnina. Liðið er því að jafna þann árangur nú í ár. Liðið varð Hvít-rússneskur meistari 10 ár í röð, frá 1993-2002. Síðan þá hefur liðið þó ekki náð betri árangri en annað sætið, hlutkesti sem það hlaut síðustu fjögur tímabil.

Bjerringbro-Silkeborg komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og þar á undan var það í undanúrslitum EHF-bikarsins. Liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir þrettán umferðir, tveimur stigum frá Skjern og GOG.

Hið fornfræga lið Magdeburg var sigurvegari Meistaradeildarinnar árið 2002, ásamt því að hafa unnið EHF-bikarinn árin 2007,2001 og 1999. Liðið komst í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Magdeburg er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram í febrúar á næsta ári.

 

 


Tengdar fréttir

Þriggja marka tap FH-inga í Slóvakíu

FH tapaði með þriggja marka mun fyrir Tatran Presov, 24-21, í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í Slóvakíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×