Domino's Körfuboltakvöld: Þessi voru best í Domino's deildunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 08:00 Kári Jónsson og Danielle Rodriguez Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli