Handbolti

Enn ein handboltasýningin hjá stelpunum hans Þóris á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stine Bredal Oftedal skorar eitt marka sinna í kvöld.
Stine Bredal Oftedal skorar eitt marka sinna í kvöld. Vísir/Getty
Norska kvennalandsliðið í handbolta vann átkán marka stórsigur á Tékklandi í kvöld, 34-16, á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.

Norsku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu með samtals 56 mörkum eða með 14 mörkum að meðaltali í leik.

Norska liðið er þó ekki búið að tryggja sér sigur í riðlinum því Noregur og Svíþjóð spila hreinan úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni.

Norsku stelpurnar voru 20-7 yfir í hálfleik og voru komnar í 26-9 í seinni hálfleiknum. Tékkar náðu aðeins að laga stöðuna áður en norska liðið gaf aftur í og kláraði leikinn sannfærandi.

Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, var kosin besti maður leiksins í kvöld. Hún skoraði sex mörk en Nora Mörk var markahæst með sjö mörk. Öll mörk Noru Mörk komu í fyrri hálfleiknum.

Spánn og Frakkland gerðu 25-25 jafntefli í lokaleik kvöldsins í A-riðlinum en bæðin liðin eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum eins og Rúmenía og Slóvenía.



Úrslit á HM kvenna í handbolta í dag:

A-riðill

Paragvæ - Slóvenía 22-28

Rúmenía - Angóla 27-24

Spánn - Frakkland 25-25

Stig þjóða:

Rúmenía 8

Slóvenía 6

Frakland 5

Spánn 5

Angóla 0

Paragvæ 0

B-riðill

Pólland - Ungverjaland 28-31

Svíþjóð - Argentína  38-24

Tékkland - Noregur 16-34

Stig þjóða:

Noregur 8

Svíþjóð 6

Ungverjaland 4

Tékkland 4

Pólland 2

Argentína 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×