Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 81-90 | KR fékk að hafa fyrir sigri á Hetti Gunnar Gunnarsson skrifar 7. desember 2017 22:15 Björn Kristjánsson skoraði 20 stig í kvöld. Vísir/Ernir Íslandsmeistarar KR sýndu seiglu þegar þeir unnu botnlið Hattar 81-90 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimaliðið spilaði trúlega sinn besta deildarleik í vetur og var yfir í hálfleik. „Litlu verður Vöggur feginn“ má segja um Hött sem trúlega átti sinn besta hálfleik í deildinni til þessa. Liðið spilaði þétta vörn og stal fimm boltum af KR-ingum í fyrri hálfleik. Alls tapaði KR boltanum ellefu sinnum í hálfleiknum, í nokkur skipti með að henda boltanum beint í hendur Hattarmanna. Sókn heimamanna var líka öguð og rétt fyrir leikhlé lyfti Kelvin Lewis sér upp og setti niður þriggja stiga körfu sem skilaði Hetti 44-41 forskoti í hálfleik. Eftir hálfleik þéttist KR vörnin og fyrstu fimm mínútur þriðja leikhluta skoraði Höttur ekki stig. Á meðan gekk sókn KR vel og gestirnir byggðu upp tíu stiga forskot. Hetti tókst að klóra í bakkann í lok leikhlutans og í lok hans var staðan 58-65. Eftir tvær og hálfa mínútu í fjórða leikhluta minnkaði Höttur muninn í 67-69 og fékk fleiri en eina sókn til að jafna. Að lokum kom Darri Hrafnkelsson KR-ingum aftur í gang og í lokin voru þeir með nokkuð þægilegt tíu stiga forskot. Af hverju vann KR? Betra liðið vann. Þegar á reyndi var KR með betri leikmenn, breiðari hóp og stóru skotin duttu með Íslandsmeisturunum. Leikurinn snérist í þriðja leikhluta þegar KR vörnin skellti í lás. Um leið hurfu líka mistökin sem voru of oft til staðar í fyrri hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Kelvin Lewis skoraði 32 stig fyrir Hött, þar af fimm þriggja stiga körfur, tók tíu fráköst og sendi fimm stoðsendingar. Hann þarf að eiga fleiri svona leiki til að Höttur fái stig. André Michelsson skoraði líka fjórar þriggja stiga körfur og 20 stig alls. Mirko Virijevic barðist allan tímann og böðlaðist oft að KR körfunni. Það skilaði 15 stigum og 11 fráköstum. Af einstaklingum bar mest á þessum þremur. KR liðið var jafnara. Björn Kristjánsson skoraði skoraði 20 stig og Darri 19. Darri og Brynjar Björnsson áttu stórar körfur til að slökkva í Hattarliðinu þegar stemming myndaðist í því. Hvað gekk illa? Annar leikhlutinn hjá KR gekk frekar illa og frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sérstök. Liðið tapaði boltanum of oft og of auðveldlega. Hjá Hetti var það fyrri helmingur þriðja leikhluta. Liðið fann ekki leiðir í gegnum KR vörnina og skotin duttu ekki ofan í. Hvað gerist næst? Bæði lið snúa sér að átta liða úrslitum bikarkeppninnar á mánudagskvöld. KR mætir Njarðvík í stórleik meðan Höttur heimsækir fyrstu deildarlið Breiðabliks. Fyrir botnliðið væri ánægjulegt að komast í fyrsta sinn í úrslitakeppni bikarsins eftir erfitt haust í deildinni.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/AntonFinnur Freyr: Doði eftir sigurinn á Tindastóli Sigur KR á Hetti í kvöld og önnur úrslit í deildinni þýða að Íslandsmeistararnir eru jafnir þremur öðrum liðum í efsta sæti deildarinnar. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sagði að leikurinn gegn Tindastóli á mánudagskvöld, sem KR vann, hafi setið aðeins í liðinu í byrjun leiks í kvöld. „Við þurftum að hafa fyrir þessum sigri. Það var doði í okkur eftir góðan leik gegn Tindastóli og kannski var eitthvað í undirmeðvitundinni sem sagði okkur að þetta yrði auðvelt því Höttur hefur ekki unnið leik í deildinni. Þeir gerðu hins vegar það sama og þegar við mættu þeim hér síðast (í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í janúar), mæta okkur vel og berjast. Mér fannst þeir spila vel í kvöld og hrósa þeim fyrir það.“ Höttur var þremur stigum yfir í hálfleik en KR snéri leiknum sér í vil í upphafi þriðja leikhluta. „Það skiptir ekki öllu máli hvað ég sagði við liðið í hálfleik. Við náðum einbeitingu í varnarleikinn, náðum að stoppa þá nokkrum sinnum og þá kemur sóknin oft í kjölfarið. Síðan dettur orkan í vörninni niður, Höttur fær nokkrar körfur og kemst aftur inn í leikinn. Við náðum hins vegar að stöðva þá aftur í lokin, skora mikilvægar körfur og kreista fram sigur. Við höfum stundum klikkað í sömu aðstæðum en við náðum að stemma okkur saman, stöðva nokkrar sóknir og finna lausnir í sóknarleiknum. Hver leikur skiptir máli því við höfum þegar tapað þremur leikjum.“ Leikurinn var nokkuð á eftir áætlun en flugi KR-inga seinkaði um þrjá tíma vegna vélarvandræða hjá Air Iceland Connect. „Það er engin óskastaða að vera fara fram og til baka en ég set það ekki sem ástæðu fyrir doðanum í byrjun meðan lið utan af landi ferðast í annan hvern leik og þurfa oft að hafa mikið fyrir því. Það er ekki afsökun þótt við þurfum að hafa fyrir því að komast í stöku útileik.“ KR var í kvöld án Bandaríkjamannsins Jean Jenkins. „Hnéð á honum bólgnaði aðeins upp eftir leikinn gegn Tindastóli. Við vitum ekki hvað gerðist en hann er á góðum batavegi. Hann hefði getað komið með í kvöld en við viljum að hann komist í gegnum eina æfingu áður en hann spilar næsta leik. Við eigum stórleik gegn Njarðvík í bikarnum á mánudag og viljum hafa hann heilan þar.“ Nokkuð álag er á KR þessa dagana, liðið spilar fjóra leiki á tíu dögum fram að jólafríi. Finnur fagnar því. „Það er oft langt á milli leikja í deildinni svo nú fáum við tækifæri til að láta ljós okkar skína á parketinu. Við erum í þessu til að spila.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/AntonViðar Örn: Betra körfuboltaliðið vann Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, getur verið ánægður með ýmislegt í leik Hattar í kvöld þótt fyrsti sigurinn hafi ekki komist í hús. „Við unnum vel eftir því sem við settum upp og börðumst til síðustu sekúndu. Þeir voru betri í lokin. Við hefðum þurft heppnina og félagana þrjá í bláu búningunum aðeins með okkur.“ Þar átti Viðar Örn með dómara leiks. Hann var ekki alltaf sáttur við þá og uppskar meðal annars tæknivillu fyrir reiðilestur nánast upp í eyra eins dómarans í fjórða leikhluta. „Já, mér fannst það,“ svaraði Viðar aðspurður um hvort honum hefðu þótt dómarnir falla með KR. „KR-ingar unnu okkur því þeir eru betri en við í körfubolta. Við hefðum þurft að finna litlu hlutina til að knýja fram sigur. Mér fannst við leggja þá vinnu sem við gátum í leikinn en betra körfuboltaliðið vann. Við hefðum þegið smá hjálp frá félögunum þremur í stað þess að þeir vernduðu hákarlana.“ Hattarmenn fóru fagnandi inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot eftir glæsilega körfu Kelvin Lewis. „Við þurfum að passa okkur á að fara ekki of hátt þegar við eigum góða kafla en við verðum að njóta þess að spila. Við erum að gera betur en við höfum gert. Ef við bætum okkur sem einstaklingar og lið kemur sigurinn fyrr en varir.“ Nokkrar vikur eru síðan Viðar Örn húðskammaði sitt lið fyrir sundurleitan leik og misheppnuð einstaklingsframtök sem birtust meðal annars í ótímabærum skotum. Í síðustu tveimur leikjum hefur mátt greina meiri aga í sókn Hattar. „Þegar við erum með 40% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna segir það sig sjálft að við veljum betri skot. Svo koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks þar sem við dettum út. Við erum að bæta okkur en getum ekki haldið að við séum góður þótt við höfum átt góðan leik. Við erum ekki enn búnir að vinna leik.“ Framherjinn Ragnar Gerald Albertsson var ekki með í dag og sat á bekknum allan leikinn gegn Þór Þorlákshöfn. „Hann er farinn frá félaginu til síns heima. Það varð samkomulag milli okkar og hans, svona eitthvað sem við höldum fyrir utan fjölmiðla.“ Næsti leikur Hattar er á mánudag gegn Breiðabliki í Kópavogi í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar. „Það er spennandi leikur og við erum einbeittir í að komast í Laugardalshöllina. Við viljum fara skrefi lengra en í fyrra þegar bévítans KR-ingarnir voru fyrir okkur. Breiðablik er með gott lið í toppbaráttu fyrstu deildar svo við verðum að gera betur en við höfum gert.“ Síðasti leikur Hattar fyrir jól er svo eftir viku í Njarðvík. „Breiðabliksleikurinn er á undan svo við einbeitum okkur að honum. Á fimmtudag eru aðrir kallar en samt aftur í grænum búningum.“Hreinn Gunnar BirgissonVísir/AntonHreinn Gunnar: Okkar besti leikur í vetur Hreinn Gunnar Birgisson, fyrirliði Hattar, var heilt yfir ánægður með leik liðsins þrátt fyrir tap. „Þetta var okkar besti leikur í betur á móti liðinu sem mér finnst vera það best spilandi á landinu. Við spiluðum mjög vel í 35 mínútur og góðu kaflarnir eru að lengjast.“ Hreinn Gunnar barðist grimmt, eins og fleiri leikmenn Hattar, og fór út af með fimm villur í fjórða leikhluta en hann hafði þá sjálfur spilað tæpar 20 mínútur. „Mér fannst nokkrar villurnar ódýrar en mér finnst það alltaf svo það er ekkert að marka hvað ég segi.“ Hann segir leikmenn Hattar bera höfuðið hátt þótt liðið sé aleitt á botni deildarinnar án sigurs eftir tíu leiki. „Stemmingin er ótrúlega góð. Menn vilja bæta stöðuna og bæta sjálfa sig. Eins og sást á frammistöðunni í kvöld þá förum við ekki í leiki til að tapa – ef menn halda það. Staðan er svört en við fáum gott jólafrí til að bæta okkur. Áður en það hefst eigum við líka Njarðvík í deild og Breiðablik í bikarnum á mánudag.“ Dominos-deild karla
Íslandsmeistarar KR sýndu seiglu þegar þeir unnu botnlið Hattar 81-90 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimaliðið spilaði trúlega sinn besta deildarleik í vetur og var yfir í hálfleik. „Litlu verður Vöggur feginn“ má segja um Hött sem trúlega átti sinn besta hálfleik í deildinni til þessa. Liðið spilaði þétta vörn og stal fimm boltum af KR-ingum í fyrri hálfleik. Alls tapaði KR boltanum ellefu sinnum í hálfleiknum, í nokkur skipti með að henda boltanum beint í hendur Hattarmanna. Sókn heimamanna var líka öguð og rétt fyrir leikhlé lyfti Kelvin Lewis sér upp og setti niður þriggja stiga körfu sem skilaði Hetti 44-41 forskoti í hálfleik. Eftir hálfleik þéttist KR vörnin og fyrstu fimm mínútur þriðja leikhluta skoraði Höttur ekki stig. Á meðan gekk sókn KR vel og gestirnir byggðu upp tíu stiga forskot. Hetti tókst að klóra í bakkann í lok leikhlutans og í lok hans var staðan 58-65. Eftir tvær og hálfa mínútu í fjórða leikhluta minnkaði Höttur muninn í 67-69 og fékk fleiri en eina sókn til að jafna. Að lokum kom Darri Hrafnkelsson KR-ingum aftur í gang og í lokin voru þeir með nokkuð þægilegt tíu stiga forskot. Af hverju vann KR? Betra liðið vann. Þegar á reyndi var KR með betri leikmenn, breiðari hóp og stóru skotin duttu með Íslandsmeisturunum. Leikurinn snérist í þriðja leikhluta þegar KR vörnin skellti í lás. Um leið hurfu líka mistökin sem voru of oft til staðar í fyrri hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Kelvin Lewis skoraði 32 stig fyrir Hött, þar af fimm þriggja stiga körfur, tók tíu fráköst og sendi fimm stoðsendingar. Hann þarf að eiga fleiri svona leiki til að Höttur fái stig. André Michelsson skoraði líka fjórar þriggja stiga körfur og 20 stig alls. Mirko Virijevic barðist allan tímann og böðlaðist oft að KR körfunni. Það skilaði 15 stigum og 11 fráköstum. Af einstaklingum bar mest á þessum þremur. KR liðið var jafnara. Björn Kristjánsson skoraði skoraði 20 stig og Darri 19. Darri og Brynjar Björnsson áttu stórar körfur til að slökkva í Hattarliðinu þegar stemming myndaðist í því. Hvað gekk illa? Annar leikhlutinn hjá KR gekk frekar illa og frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sérstök. Liðið tapaði boltanum of oft og of auðveldlega. Hjá Hetti var það fyrri helmingur þriðja leikhluta. Liðið fann ekki leiðir í gegnum KR vörnina og skotin duttu ekki ofan í. Hvað gerist næst? Bæði lið snúa sér að átta liða úrslitum bikarkeppninnar á mánudagskvöld. KR mætir Njarðvík í stórleik meðan Höttur heimsækir fyrstu deildarlið Breiðabliks. Fyrir botnliðið væri ánægjulegt að komast í fyrsta sinn í úrslitakeppni bikarsins eftir erfitt haust í deildinni.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/AntonFinnur Freyr: Doði eftir sigurinn á Tindastóli Sigur KR á Hetti í kvöld og önnur úrslit í deildinni þýða að Íslandsmeistararnir eru jafnir þremur öðrum liðum í efsta sæti deildarinnar. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sagði að leikurinn gegn Tindastóli á mánudagskvöld, sem KR vann, hafi setið aðeins í liðinu í byrjun leiks í kvöld. „Við þurftum að hafa fyrir þessum sigri. Það var doði í okkur eftir góðan leik gegn Tindastóli og kannski var eitthvað í undirmeðvitundinni sem sagði okkur að þetta yrði auðvelt því Höttur hefur ekki unnið leik í deildinni. Þeir gerðu hins vegar það sama og þegar við mættu þeim hér síðast (í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í janúar), mæta okkur vel og berjast. Mér fannst þeir spila vel í kvöld og hrósa þeim fyrir það.“ Höttur var þremur stigum yfir í hálfleik en KR snéri leiknum sér í vil í upphafi þriðja leikhluta. „Það skiptir ekki öllu máli hvað ég sagði við liðið í hálfleik. Við náðum einbeitingu í varnarleikinn, náðum að stoppa þá nokkrum sinnum og þá kemur sóknin oft í kjölfarið. Síðan dettur orkan í vörninni niður, Höttur fær nokkrar körfur og kemst aftur inn í leikinn. Við náðum hins vegar að stöðva þá aftur í lokin, skora mikilvægar körfur og kreista fram sigur. Við höfum stundum klikkað í sömu aðstæðum en við náðum að stemma okkur saman, stöðva nokkrar sóknir og finna lausnir í sóknarleiknum. Hver leikur skiptir máli því við höfum þegar tapað þremur leikjum.“ Leikurinn var nokkuð á eftir áætlun en flugi KR-inga seinkaði um þrjá tíma vegna vélarvandræða hjá Air Iceland Connect. „Það er engin óskastaða að vera fara fram og til baka en ég set það ekki sem ástæðu fyrir doðanum í byrjun meðan lið utan af landi ferðast í annan hvern leik og þurfa oft að hafa mikið fyrir því. Það er ekki afsökun þótt við þurfum að hafa fyrir því að komast í stöku útileik.“ KR var í kvöld án Bandaríkjamannsins Jean Jenkins. „Hnéð á honum bólgnaði aðeins upp eftir leikinn gegn Tindastóli. Við vitum ekki hvað gerðist en hann er á góðum batavegi. Hann hefði getað komið með í kvöld en við viljum að hann komist í gegnum eina æfingu áður en hann spilar næsta leik. Við eigum stórleik gegn Njarðvík í bikarnum á mánudag og viljum hafa hann heilan þar.“ Nokkuð álag er á KR þessa dagana, liðið spilar fjóra leiki á tíu dögum fram að jólafríi. Finnur fagnar því. „Það er oft langt á milli leikja í deildinni svo nú fáum við tækifæri til að láta ljós okkar skína á parketinu. Við erum í þessu til að spila.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/AntonViðar Örn: Betra körfuboltaliðið vann Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, getur verið ánægður með ýmislegt í leik Hattar í kvöld þótt fyrsti sigurinn hafi ekki komist í hús. „Við unnum vel eftir því sem við settum upp og börðumst til síðustu sekúndu. Þeir voru betri í lokin. Við hefðum þurft heppnina og félagana þrjá í bláu búningunum aðeins með okkur.“ Þar átti Viðar Örn með dómara leiks. Hann var ekki alltaf sáttur við þá og uppskar meðal annars tæknivillu fyrir reiðilestur nánast upp í eyra eins dómarans í fjórða leikhluta. „Já, mér fannst það,“ svaraði Viðar aðspurður um hvort honum hefðu þótt dómarnir falla með KR. „KR-ingar unnu okkur því þeir eru betri en við í körfubolta. Við hefðum þurft að finna litlu hlutina til að knýja fram sigur. Mér fannst við leggja þá vinnu sem við gátum í leikinn en betra körfuboltaliðið vann. Við hefðum þegið smá hjálp frá félögunum þremur í stað þess að þeir vernduðu hákarlana.“ Hattarmenn fóru fagnandi inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot eftir glæsilega körfu Kelvin Lewis. „Við þurfum að passa okkur á að fara ekki of hátt þegar við eigum góða kafla en við verðum að njóta þess að spila. Við erum að gera betur en við höfum gert. Ef við bætum okkur sem einstaklingar og lið kemur sigurinn fyrr en varir.“ Nokkrar vikur eru síðan Viðar Örn húðskammaði sitt lið fyrir sundurleitan leik og misheppnuð einstaklingsframtök sem birtust meðal annars í ótímabærum skotum. Í síðustu tveimur leikjum hefur mátt greina meiri aga í sókn Hattar. „Þegar við erum með 40% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna segir það sig sjálft að við veljum betri skot. Svo koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks þar sem við dettum út. Við erum að bæta okkur en getum ekki haldið að við séum góður þótt við höfum átt góðan leik. Við erum ekki enn búnir að vinna leik.“ Framherjinn Ragnar Gerald Albertsson var ekki með í dag og sat á bekknum allan leikinn gegn Þór Þorlákshöfn. „Hann er farinn frá félaginu til síns heima. Það varð samkomulag milli okkar og hans, svona eitthvað sem við höldum fyrir utan fjölmiðla.“ Næsti leikur Hattar er á mánudag gegn Breiðabliki í Kópavogi í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar. „Það er spennandi leikur og við erum einbeittir í að komast í Laugardalshöllina. Við viljum fara skrefi lengra en í fyrra þegar bévítans KR-ingarnir voru fyrir okkur. Breiðablik er með gott lið í toppbaráttu fyrstu deildar svo við verðum að gera betur en við höfum gert.“ Síðasti leikur Hattar fyrir jól er svo eftir viku í Njarðvík. „Breiðabliksleikurinn er á undan svo við einbeitum okkur að honum. Á fimmtudag eru aðrir kallar en samt aftur í grænum búningum.“Hreinn Gunnar BirgissonVísir/AntonHreinn Gunnar: Okkar besti leikur í vetur Hreinn Gunnar Birgisson, fyrirliði Hattar, var heilt yfir ánægður með leik liðsins þrátt fyrir tap. „Þetta var okkar besti leikur í betur á móti liðinu sem mér finnst vera það best spilandi á landinu. Við spiluðum mjög vel í 35 mínútur og góðu kaflarnir eru að lengjast.“ Hreinn Gunnar barðist grimmt, eins og fleiri leikmenn Hattar, og fór út af með fimm villur í fjórða leikhluta en hann hafði þá sjálfur spilað tæpar 20 mínútur. „Mér fannst nokkrar villurnar ódýrar en mér finnst það alltaf svo það er ekkert að marka hvað ég segi.“ Hann segir leikmenn Hattar bera höfuðið hátt þótt liðið sé aleitt á botni deildarinnar án sigurs eftir tíu leiki. „Stemmingin er ótrúlega góð. Menn vilja bæta stöðuna og bæta sjálfa sig. Eins og sást á frammistöðunni í kvöld þá förum við ekki í leiki til að tapa – ef menn halda það. Staðan er svört en við fáum gott jólafrí til að bæta okkur. Áður en það hefst eigum við líka Njarðvík í deild og Breiðablik í bikarnum á mánudag.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum