Stilling klukkunnar Þorsteinn Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Þriðjudaginn 28. nóvember birtist ritstjórnargrein í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um þá hugmynd að breyta stillingu klukkunnar hér á landi og seinka henni um eina klukkustund. Greinin er hófsamlega skrifuð, og getur undirritaður tekið undir flest sem þar er sagt. Eitt atriði þyrfti þó að leiðrétta. Það er fyrsta setningin, sem segir að í ein fimmtíu ár hafi Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Þetta er misskilningur. Þegar stillingu klukkunnar var breytt með lagasetningu árið 1968 hafði um áratuga skeið verið farin sú leið að flýta klukkunni á sumrin en seinka henni aftur á veturna. Þetta hringl með klukkuna, eins og það var kallað, hafði mörgum þótt óþægilegt, og kvartanir í lesendabréfum dagblaðanna voru árviss viðburður. Markmiðið með lagasetningunni var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Eftir vandlega athugun var ákveðið að klukkur skyldu stilltar eftir flýttri klukku, miðtíma Greenwich. Röksemdirnar sem nefndar voru í greinargerð með frumvarpinu voru í stuttu máli þessar: (1) að flýtta klukkan gilti þá þegar meira en helming ársins, (2) að sú klukka samsvaraði „heimstíma“ sem hafður væri til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, (3) að breytingin myndi færa Ísland nær meginlandi Evrópu í tíma og (4) dagsbirtan myndi nýtast betur því að myrkurstundum á vökutíma myndi fækka. Neikvæð áhrif voru að sjálfsögðu nefnd. Þótt þess væri ekki getið í greinargerðinni, hafði takmörkuð skoðanakönnun meðal forsvarsmanna stofnana, fyrirtækja, skóla og félagasamtaka bent til þess að flestir væru hlynntari flýttri klukku. Í meira en tuttugu ár eftir lagasetninguna heyrðust engar kvartanir frá almenningi. Það er ekki fyrr en á síðari árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000) og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og 2014. Fram til ársins 2010 gengu tillögur þingmanna í þá átt að flýta klukkunni enn frekar en nú er gert, nánar tiltekið yfir sumarið. Tillögurnar 2013 og 2014 gengu hins vegar í gagnstæða átt, þ.e. flutningsmenn vildu seinka klukkunni, a.m.k. yfir veturinn. Öllum þessum frumvörpum og tillögum eru gerð skil á vefsíðu Almanaks Háskólans:https://www.almanak.hi.is/timreikn.html Að tillögurnar skyldu ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Síðustu þingsályktunartillögurnar hnigu að því að klukkunni skyldi seinkað. Eftirfarandi umfjöllun á því erindi til almennings nú þegar hið sama er til umræðu.https://www.almanak.hi.is/seinkun3.html Ég vil eindregið ráðleggja þeim sem hafa áhuga á þessu máli að kynna sér vandlega ofangreind gögn. Stilling klukkunnar er mál sem snertir alla landsmenn. Breytingar geta haft margvísleg áhrif, og þau eru ekki alltaf augljós. Höfundur er stjörnufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 28. nóvember birtist ritstjórnargrein í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um þá hugmynd að breyta stillingu klukkunnar hér á landi og seinka henni um eina klukkustund. Greinin er hófsamlega skrifuð, og getur undirritaður tekið undir flest sem þar er sagt. Eitt atriði þyrfti þó að leiðrétta. Það er fyrsta setningin, sem segir að í ein fimmtíu ár hafi Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Þetta er misskilningur. Þegar stillingu klukkunnar var breytt með lagasetningu árið 1968 hafði um áratuga skeið verið farin sú leið að flýta klukkunni á sumrin en seinka henni aftur á veturna. Þetta hringl með klukkuna, eins og það var kallað, hafði mörgum þótt óþægilegt, og kvartanir í lesendabréfum dagblaðanna voru árviss viðburður. Markmiðið með lagasetningunni var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Eftir vandlega athugun var ákveðið að klukkur skyldu stilltar eftir flýttri klukku, miðtíma Greenwich. Röksemdirnar sem nefndar voru í greinargerð með frumvarpinu voru í stuttu máli þessar: (1) að flýtta klukkan gilti þá þegar meira en helming ársins, (2) að sú klukka samsvaraði „heimstíma“ sem hafður væri til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, (3) að breytingin myndi færa Ísland nær meginlandi Evrópu í tíma og (4) dagsbirtan myndi nýtast betur því að myrkurstundum á vökutíma myndi fækka. Neikvæð áhrif voru að sjálfsögðu nefnd. Þótt þess væri ekki getið í greinargerðinni, hafði takmörkuð skoðanakönnun meðal forsvarsmanna stofnana, fyrirtækja, skóla og félagasamtaka bent til þess að flestir væru hlynntari flýttri klukku. Í meira en tuttugu ár eftir lagasetninguna heyrðust engar kvartanir frá almenningi. Það er ekki fyrr en á síðari árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000) og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og 2014. Fram til ársins 2010 gengu tillögur þingmanna í þá átt að flýta klukkunni enn frekar en nú er gert, nánar tiltekið yfir sumarið. Tillögurnar 2013 og 2014 gengu hins vegar í gagnstæða átt, þ.e. flutningsmenn vildu seinka klukkunni, a.m.k. yfir veturinn. Öllum þessum frumvörpum og tillögum eru gerð skil á vefsíðu Almanaks Háskólans:https://www.almanak.hi.is/timreikn.html Að tillögurnar skyldu ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Síðustu þingsályktunartillögurnar hnigu að því að klukkunni skyldi seinkað. Eftirfarandi umfjöllun á því erindi til almennings nú þegar hið sama er til umræðu.https://www.almanak.hi.is/seinkun3.html Ég vil eindregið ráðleggja þeim sem hafa áhuga á þessu máli að kynna sér vandlega ofangreind gögn. Stilling klukkunnar er mál sem snertir alla landsmenn. Breytingar geta haft margvísleg áhrif, og þau eru ekki alltaf augljós. Höfundur er stjörnufræðingur.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun