Handbolti

Norsku stelpurnar með þriðja stórsigurinn í röð á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stine Bredal Oftedal og félagar í norska landsliðinu hafa verið óstöðvandi í upphafi HM:
Stine Bredal Oftedal og félagar í norska landsliðinu hafa verið óstöðvandi í upphafi HM: Vísir/Getty
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu líta frábærlega út í upphafi heimsmeistarakeppninnar í handbolta kvenna í Þýskalandi.

Norska landsliðið vann fimmtán marka sigur á Pólverjum í kvöld, 35-20, og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu með samtals 38 mörkum eða 12,7 mörkum að meðaltali.

Norsku stelpurnar voru 18-11 yfir í hálfleik en Þórir Hergeirsson leyfði mörgum að spila í kvöld og hvíldi lykilmenn. Það skipti litlu hver þeirra var inná vellinum því þær voru allar í stuði í kvöld.

Noregur er bæði ríkjandi heims- og Evrópumeistari og hefur ekki tapað leik síðan í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó 2016.

Noregur er eitt af þremur liðum sem eru enn með fullt hús eftir þrjár umferðir en hin eru Rússland og Rúmenía

Spánn, Tékkland, Serbía og Þýskaland töpuðu aftur á móti sínum fyrstu stigum á mótinu í dag.

Dönsku stelpurnar fóru illa með Túnis á sama tíma og hafa nú unnið tvo síðustu leiki sína sannfærandi eftir tap á móti Svartfjallalandi í fyrsta leik.



Úrslit úr leikjum á HM kvenna í handbolta í dag:

A-riðill

Slóvenía - Angóla 32-25

Frakkland - Paragvæ  35-13

Rúmenía - Spánn 19-17

Stig þjóða: Rúmenía 6, Spánn 4, Frakkland 4, Slóvenía 4, Angóla 0, Paragvæ 0



B-riðill

Ungverjaland - Argentína 33-15

Svíþjóð - Tékkland 36-32

Noregur - Pólland 35-20

Stig þjóða: Noregur 6, Svíþjóð 4, Tékkland 3, Ungverjaland 2, Pólland 2, Argentína 0.



C-riðill

Svartfjallaland - Japan 28-29

Rússland - Brasilía 24-16

Danmörk - Túnis 37-19

Stig þjóða: Rússland 6, Danmörk 4, Brasilía 3, Japan 3, Svartfjallaland 2, Túnis 0.



D-riðill

Suður Kórea - Kína 31-19

Holland - Kamerún 29-22

Þýskaland - Serbía 22-22

Stig þjóða: Serbía 5, Þýskaland 5, Holland 4, Suður-Kórea 4, Kamerún 0, Kína 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×