Björn Ulvaeus fagnar #Metoo: „Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:30 Björn Ulvaeus fagnar opinni umræðu um kynferðislega áreitni og er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í henni. Vísir/EPA Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra. MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra.
MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45