Úti er Evrópuævintýri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir FH. vísir/anton bjarni Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Eftir sex leiki og eina fræga vítakeppni, kærumál og mikið mótlæti er þátttöku FH í EHF-bikarnum í handbolta þetta tímabilið lokið. FH vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Það dugði þó ekki til því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 24-21, fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir FH-inga sem sýndu í leiknum á laugardaginn hversu langt þeir eru komnir. Tatran Presov hefur orðið meistari í heimalandi sínu síðustu 11 ár, verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og situr í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-deildar, Meistaradeildar Austur-Evrópu. Tatran Presov er til að mynda ofar en lið eins og Meshkov Brest, Celje Lasko og Metalurg. FH-ingar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, og snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov spilaði af skynsemi; langar og hægar sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-inga og fjölmargra stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika. Fjórum mörkum undir og í afar erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk gegn engu og komu sér í lykilstöðu. Lokakaflinn var þrælspennandi. FH fékk tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir í lokasókn sinni en Mario Cvitkovic varði skot Óðins Þórs Ríkharðssonar úr hægra horninu. Slóvakarnir héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall. „Ég er gríðarlega glaður með mína menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er gríðarlega svekktur með úrslitin,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sem var langt frá því að vera sáttur við frammistöðu dómaraparsins frá Króatíu á lokamínútunum. „Það þarf að skoða síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Hvernig geturðu verið 45 sekúndur í síðustu sókninni þegar það er verið að spila framliggjandi vörn og það er ekki eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki á því. Þetta er það sem er að eyðileggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að gráta endalaust en það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í þessari Evrópukeppni. En það sem drepur okkur ekki hlýtur að styrkja okkur. Drengirnir voru frábærir og spiluðu þannig að þeir áttu skilið að fara í riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn fremur. FH-ingar gerðu auðvitað sín mistök í leiknum á laugardaginn, fóru illa með mörg dauðafæri, sérstaklega í upphafi leiks þegar þeir gátu náð afgerandi forskoti. Frammistaða FH í leiknum á laugardaginn, og heilt yfir í EHF-bikarnum, var oftast góð og á löngum köflum framúrskarandi. Og á henni geta FH-ingar byggt.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45 Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Tatran Presov 26-23 | FH-ingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu FH vann þriggja marka sigur á Tatran Presov, 26-23, í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féll úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli. 2. desember 2017 16:45
Halldór: Gríðarlega stoltur af strákunum Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var bæði stoltur og svekktur eftir þriggja marka sigur liðsins, 26-23, á Tatran Presov. Sigurinn var frábær en dugði FH-ingum ekki til að komast áfram í riðlakeppni EHF-bikarsins. 2. desember 2017 16:40