Domino´s Körfuboltakvöld: Mörg ný andlit í úrvalsliði tíundu umferðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 13:30 Mynd/S2 Sport Tíunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú ellefta verður síðan spiluð um helgina. Kvennadeildin er mjög spennandi í vetur og það munar eins og er aðeins tveimur stigum á efsta liðinu og liði sem kemst ekki í úrslitakeppni (fimmta sætið). Staðan getur því breyst mikið í hverri umferð. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Snæfellingurinn Kristen McCarthy en hún er að fá þessi verðlaun í annað skiptið. Kristen McCarthy var með 38 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í 77-68 útisigri Snæfells á Haukum. Hún var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Kristen McCarthy var búin að vera í úrvalsliðinu áður á tímabilinu en sömu sögu er ekki hægt að segja af hinum fjórum leikmönnum liðsins sem koma frá Val, Skallagrími, Stjörnunni og Keflavík. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er besti þjálfari umferðarinnar en hann er líka fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Jóhanna Björk Sveinsdóttir úr Skallagrími var með 27 stig, 11 fráköst og 5 varin skot þegar Skallagrímur tapaði 79-82 á heimavelli á móti Val. Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni skoraði 20 stig og gaf að auki 5 stoðsendingar í 77-60 sigri Stjörnunnar á Njarðvík. Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val var með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar í 82-79 sigri Vals á Skallagrím en hún hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir úr Keflavík var með 16 stig, 5 fráköst og 3 stolna bolta í 74-66 sigri Keflavíkur á Breiðabliki. Hún hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna um helgina en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 3 er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík sem fer fram klukkan 16.30 á morgun. Á sama tíma mætast lið Vals og Hauka á Hlíðarenda og Breiðablik tekur á móti Skallagrími í Smáranum. Lokaleikurinn er síðan leikur Snæfells og Njarðvíkur í Stykkishólmi sem hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Tíunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú ellefta verður síðan spiluð um helgina. Kvennadeildin er mjög spennandi í vetur og það munar eins og er aðeins tveimur stigum á efsta liðinu og liði sem kemst ekki í úrslitakeppni (fimmta sætið). Staðan getur því breyst mikið í hverri umferð. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Snæfellingurinn Kristen McCarthy en hún er að fá þessi verðlaun í annað skiptið. Kristen McCarthy var með 38 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í 77-68 útisigri Snæfells á Haukum. Hún var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Kristen McCarthy var búin að vera í úrvalsliðinu áður á tímabilinu en sömu sögu er ekki hægt að segja af hinum fjórum leikmönnum liðsins sem koma frá Val, Skallagrími, Stjörnunni og Keflavík. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er besti þjálfari umferðarinnar en hann er líka fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Jóhanna Björk Sveinsdóttir úr Skallagrími var með 27 stig, 11 fráköst og 5 varin skot þegar Skallagrímur tapaði 79-82 á heimavelli á móti Val. Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni skoraði 20 stig og gaf að auki 5 stoðsendingar í 77-60 sigri Stjörnunnar á Njarðvík. Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val var með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar í 82-79 sigri Vals á Skallagrím en hún hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir úr Keflavík var með 16 stig, 5 fráköst og 3 stolna bolta í 74-66 sigri Keflavíkur á Breiðabliki. Hún hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna um helgina en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 3 er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík sem fer fram klukkan 16.30 á morgun. Á sama tíma mætast lið Vals og Hauka á Hlíðarenda og Breiðablik tekur á móti Skallagrími í Smáranum. Lokaleikurinn er síðan leikur Snæfells og Njarðvíkur í Stykkishólmi sem hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli