Kaldar jólakveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar. Í stað þess að hækka hana upp í tæpar 189 þúsund krónur á mánuði vildu þeir að hún yrði lækkuð til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“. Slík samræming myndi fela í sér lækkun fjárhagsaðstoðar í um 160 þúsund krónur á mánuði eða lækkun um tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Tillagan var vitaskuld felld, enda myndi núverandi meirihluti aldrei samþykkja að vega að þeim sem síst skyldi í samfélaginu og standa einna verst. Með þessum tillöguflutningi opinbera borgarfulltrúarnir þá skoðun sína að þeir sem minnst eða ekkert eiga geti tekið á sig miklar skerðingar. Það er mín einlæga skoðun að við eigum að mæta fólki í vanda þar sem það er statt með virðingu að leiðarjósi. Það er hlutverk sveitarfélaga að jafna kjör og sjá til þess að enginn líði skort og að hverjum og einum sé mætt á sínum forsendum. Þannig stuðlum við best að þátttöku allra í samfélaginu og sköpum þannig öfluga og lifandi borg. Ég vil hvetja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er með notendum fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. Vinnan með notendum miðar að því að virkja alla til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Það er hreinlega skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi, með tillögu sem þessari, nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt. Sem betur fer tilheyri ég þeim meirihluta sem er ósammála Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn um þetta og ævinlega þegar þeir hyggjast skerða kjör þeirra sem verst standa mun ég leggjast gegn slíkum tillögum enda eru þær til skammar í velferðarsamfélagi.Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar. Í stað þess að hækka hana upp í tæpar 189 þúsund krónur á mánuði vildu þeir að hún yrði lækkuð til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“. Slík samræming myndi fela í sér lækkun fjárhagsaðstoðar í um 160 þúsund krónur á mánuði eða lækkun um tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Tillagan var vitaskuld felld, enda myndi núverandi meirihluti aldrei samþykkja að vega að þeim sem síst skyldi í samfélaginu og standa einna verst. Með þessum tillöguflutningi opinbera borgarfulltrúarnir þá skoðun sína að þeir sem minnst eða ekkert eiga geti tekið á sig miklar skerðingar. Það er mín einlæga skoðun að við eigum að mæta fólki í vanda þar sem það er statt með virðingu að leiðarjósi. Það er hlutverk sveitarfélaga að jafna kjör og sjá til þess að enginn líði skort og að hverjum og einum sé mætt á sínum forsendum. Þannig stuðlum við best að þátttöku allra í samfélaginu og sköpum þannig öfluga og lifandi borg. Ég vil hvetja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er með notendum fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. Vinnan með notendum miðar að því að virkja alla til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Það er hreinlega skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi, með tillögu sem þessari, nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt. Sem betur fer tilheyri ég þeim meirihluta sem er ósammála Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn um þetta og ævinlega þegar þeir hyggjast skerða kjör þeirra sem verst standa mun ég leggjast gegn slíkum tillögum enda eru þær til skammar í velferðarsamfélagi.Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar