Fimmtíu ár frá því að forsætisráðherra Ástralíu stakk sér til sunds og sást aldrei framar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2017 13:30 Einu ummerkin um Harold Holt sem fundust á ströndinni voru fötin sem hann skildi eftir sig. Fimmtíu ár eru í dag liðin frá því að Harold Holt, þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, stakk sér til sunds við Cheviot-strönd í grennd við Melbourne. Hann sást aldrei framar og lík hans fannst aldrei.Ítarlega er fjallað um tímamótin á vef CNN. Þar segir að langur og farsæll stjórnmálaferill Holt hafi fallið algjörlega í skuggann á því hvernig hann hvarf og vangaveltum tengdum því. Talið er að hann hafi drukknað og var minningarathöfn haldin þar sem margir af helstu leiðtogum þjóðríkja heimsins létu sjá sig, þar á meðal Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna.Vinsæll stjórnmálamaður Holt tók við embætti í janúar árið 1966, tæplega tveimur árum áður en hann hvarf og í samtali við CNN segir John Warhurst, prófessor í stjórnmálafræði, að sé litið til baka hafi hann verið fyrsti nútímalegi forsætisráðherra Ástralíu. Í umfjöllun CNN er helstu afrek hans sem forsætisráðherra tíunduð, þar á meðal að hafa staðið fyrir því að Ástralía tók upp dollar í stað punda. Þá hafi hann einnig verið fyrsti forsætisráðherrann sem beitti sér fyrir réttindum frumbyggja Ástralíu. Þá vann hann að því að binda enda á stefnu ástralska yfirvalda um að takmarka innflutning fólks frá löndum öðrum en Evrópulöndum, auk þess sem hann efldi samskipti Ástrala við helstu nágrannaríki í Asíu. Þá byggði hann upp sterkt samband Ástralíu og Bandaríkjanna sem lifir enn þann dag í dag en hann og Lyndon B. Johnson urðu nánir vinir.Holt þótti vinsæll stjórnmálamaður.Vísir/GettyEn hvernig hvarf hann? Sunnudaginn 17. desember árið1967 ákvað Holt að fá sér göngutúr á ströndinni í grennd við orlofsíbúð hans. Holt var sterklega byggður sem hafði áhuga á köfun. Fór hann á ströndina ásamt vinkonu sinni og nokkrum gestum hans. Skömmu áður hafði Holt hins vegar farið í aðgerð á öxl og hafði honum verið ráðlagt af læknum að taka því rólega eftir aðgerðina. Svo virðist sem hann hafi ekki hlýtt þeim fyrirmælum enda fór hann í tennis deginum áður og stakk hann sér svo til sunds í strandferðinni. Vitni sögðu lögreglu síðar að mikill öldugangur hafi verið á ströndinni umræddan dag en það virðist ekki hafa komið í veg fyrir sundferð Holt. Vitni lýstu því hvernig hann hafi alltaf synt lengra og lengra þangað til hann hafi einfaldlega horfið. „Ég þekki þessa strönd eins og lófann á mér,“ er eitt af því síðasta sem Holt er sagður hafa sagt við félaga sína á ströndinni. Hann sást aldrei framar.Vitni bendir á staðinn þar sem það sá Holt síðast.Vísir/GettyFlugumaður Sovétríkjanna eða kínverskur njósnari? Fregnirnar af hvarfi forsætisráðherrans slógu Ástrala og var gerð ítarleg leit að honum eða líki hans í sjónum við ströndina. Allt að 300 manns komu að leitinni sem var formlega hætt 5. janúar 1968. Það eina sem fannst voru fötin sem hann skildi eftir sig á ströndinni. Ýmsar sögusagnir og samsæriskenningar um hvarf forsætisráðherrans litu dagsins ljós. Sumir fjölmiðlar töldu líklegt að Holt hefði framið sjálfsmorð, annað hvort vegna álags í starfi eða vegna þess að hann hafi verið í öngum sínum vegna erfiðs hjónabands. Villtustu samsæriskenningarnar snerust um það að erlent ríki hefði átt hlut að máli, að annaðhvort sovéskir eða kínverskir flugumenn hefðu numið hann á brot. Þá var einnig gefin út bók þar sem því var haldið fram að Holt hefði verið kínverskur njósnari og hann hafi, þennan örlaríka dag, flúið Ástralíu um borð í kínverskum kafbáti. „Einfaldasta útskýringin er þó sú að hann hafi einfaldlega drukknað,“ segir Jim Frame, höfundur ævisögu Holt. Ástæður sögusagnanna og samsæriskenninganna hafi verið sú að á þessum tíma hafi fólk einfaldlega ekki trúað því að forsætisráðherrar gætu dáið undir þeim kringumstæðum sem urðu Holt að bana.Ítarlega umfjöllun CNN má lesa hér. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá því að Harold Holt, þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, stakk sér til sunds við Cheviot-strönd í grennd við Melbourne. Hann sást aldrei framar og lík hans fannst aldrei.Ítarlega er fjallað um tímamótin á vef CNN. Þar segir að langur og farsæll stjórnmálaferill Holt hafi fallið algjörlega í skuggann á því hvernig hann hvarf og vangaveltum tengdum því. Talið er að hann hafi drukknað og var minningarathöfn haldin þar sem margir af helstu leiðtogum þjóðríkja heimsins létu sjá sig, þar á meðal Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna.Vinsæll stjórnmálamaður Holt tók við embætti í janúar árið 1966, tæplega tveimur árum áður en hann hvarf og í samtali við CNN segir John Warhurst, prófessor í stjórnmálafræði, að sé litið til baka hafi hann verið fyrsti nútímalegi forsætisráðherra Ástralíu. Í umfjöllun CNN er helstu afrek hans sem forsætisráðherra tíunduð, þar á meðal að hafa staðið fyrir því að Ástralía tók upp dollar í stað punda. Þá hafi hann einnig verið fyrsti forsætisráðherrann sem beitti sér fyrir réttindum frumbyggja Ástralíu. Þá vann hann að því að binda enda á stefnu ástralska yfirvalda um að takmarka innflutning fólks frá löndum öðrum en Evrópulöndum, auk þess sem hann efldi samskipti Ástrala við helstu nágrannaríki í Asíu. Þá byggði hann upp sterkt samband Ástralíu og Bandaríkjanna sem lifir enn þann dag í dag en hann og Lyndon B. Johnson urðu nánir vinir.Holt þótti vinsæll stjórnmálamaður.Vísir/GettyEn hvernig hvarf hann? Sunnudaginn 17. desember árið1967 ákvað Holt að fá sér göngutúr á ströndinni í grennd við orlofsíbúð hans. Holt var sterklega byggður sem hafði áhuga á köfun. Fór hann á ströndina ásamt vinkonu sinni og nokkrum gestum hans. Skömmu áður hafði Holt hins vegar farið í aðgerð á öxl og hafði honum verið ráðlagt af læknum að taka því rólega eftir aðgerðina. Svo virðist sem hann hafi ekki hlýtt þeim fyrirmælum enda fór hann í tennis deginum áður og stakk hann sér svo til sunds í strandferðinni. Vitni sögðu lögreglu síðar að mikill öldugangur hafi verið á ströndinni umræddan dag en það virðist ekki hafa komið í veg fyrir sundferð Holt. Vitni lýstu því hvernig hann hafi alltaf synt lengra og lengra þangað til hann hafi einfaldlega horfið. „Ég þekki þessa strönd eins og lófann á mér,“ er eitt af því síðasta sem Holt er sagður hafa sagt við félaga sína á ströndinni. Hann sást aldrei framar.Vitni bendir á staðinn þar sem það sá Holt síðast.Vísir/GettyFlugumaður Sovétríkjanna eða kínverskur njósnari? Fregnirnar af hvarfi forsætisráðherrans slógu Ástrala og var gerð ítarleg leit að honum eða líki hans í sjónum við ströndina. Allt að 300 manns komu að leitinni sem var formlega hætt 5. janúar 1968. Það eina sem fannst voru fötin sem hann skildi eftir sig á ströndinni. Ýmsar sögusagnir og samsæriskenningar um hvarf forsætisráðherrans litu dagsins ljós. Sumir fjölmiðlar töldu líklegt að Holt hefði framið sjálfsmorð, annað hvort vegna álags í starfi eða vegna þess að hann hafi verið í öngum sínum vegna erfiðs hjónabands. Villtustu samsæriskenningarnar snerust um það að erlent ríki hefði átt hlut að máli, að annaðhvort sovéskir eða kínverskir flugumenn hefðu numið hann á brot. Þá var einnig gefin út bók þar sem því var haldið fram að Holt hefði verið kínverskur njósnari og hann hafi, þennan örlaríka dag, flúið Ástralíu um borð í kínverskum kafbáti. „Einfaldasta útskýringin er þó sú að hann hafi einfaldlega drukknað,“ segir Jim Frame, höfundur ævisögu Holt. Ástæður sögusagnanna og samsæriskenninganna hafi verið sú að á þessum tíma hafi fólk einfaldlega ekki trúað því að forsætisráðherrar gætu dáið undir þeim kringumstæðum sem urðu Holt að bana.Ítarlega umfjöllun CNN má lesa hér.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“