Pútín býður sig fram sem óháður Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:10 Þessir árlegu fundir Rússlandsforseta og fréttamanna standa yfirleitt í margar klukkustundir. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni. Donald Trump Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni.
Donald Trump Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira