Handbolti

Rússar unnu eftir framlengingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hin kóreska Ryu á hér skot að marki Rússanna í kvöld. Hún hefði getað tryggt Kóreu sigur í venjulegum leiktíma en lét verja frá sér.
Hin kóreska Ryu á hér skot að marki Rússanna í kvöld. Hún hefði getað tryggt Kóreu sigur í venjulegum leiktíma en lét verja frá sér. vísir/afp
Tveimur leikjum af fjórum í 16-liða úrslitum HM kvenna í handbolta í dag er lokið.

Það var mikil dramatík í leik Rússlands og Suður-Kóreu en þann leik varð að framlengja. Rússar leiddu 16-13 í hálfleik en Suður-Kórea kom til baka og var ekki fjarri því að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma.

Rússarnir létu þessa fínu endurkomu Kóreu ekki slá sig út af laginu heldur tóku völdin í framlengingunni og lönduðu afar sætum 36-35 sigri. Rússland mætir næst Spáni eða Noregi.

Tékkland er einnig komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Rúmeníu, 28-27, í hörkuleik. Tékkar spila við Japan eða Holland í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×