Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. desember 2017 06:00 James öðlaðist ríkisborgararétt hérna nýlega og eftir hremmingar hans og Hafsteins í Bandaríkjunum er ljóst að Ísland er landið þeirra. Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira