Stafar enn ógn af starfsemi ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Þessar afgönsku konur voru í heljargreipum sorgarinnar eftir hryðjuverkaárás gærdagsins þegar fjórir tugir Afgana létust í sprengingu. vísir/afp Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“ Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“
Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52
Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49
ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent