Gæludýraeigendur flýja borgina yfir áramót Þórdís Valsdóttir skrifar 29. desember 2017 00:01 Hundar eru almennt hræddari en kettir á áramótum. Vísir/Andri Marinó Frá og með gærdeginum var heimilt að skjóta upp flugeldum. Tímabilinu lýkur svo á þrettándanum. Að mati dýralæknis er mikilvægt er að hlúa að dýrum í kringum áramótin þegar sprengdir eru flugeldar og lætin eru mikil. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir að dæmi séu um að eigendur dýra fari út fyrir bæjarmörkin til þess að finna meiri ró til að hlífa dýrunum. Helga hefur starfað sem dýralæknir í tugi ára og gefur lesendum Vísis góð ráð um hverju skuli huga að þegar ósköpin ganga yfir.Ólík dýr þurfa ólíka meðferð Ekki er hægt að alhæfa um það að mati Helgu hvernig hægt er að undirbúa dýr eða hvernig best sé að bregðast við á áramótum. „Sum dýr eru einfaldlega ofboðslega hrædd á meðan önnur dýr vilja þeytast á eftir rakettunum. Þessi tími getur verið tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr.“ „Það þarf að gæta að því dýri sem hefur sýnt merki um hræðslu og einnig hafa fyrirbyggjandi aðgerðir hjálpað, eins og að byrgja glugga ef hægt er eða vera á þeim stað í húsinu þar sem gætir minnst hávaða,“ segir Helga og bætir við að einnig er hægt að draga úr hávaða með því að spila tónlist eða hafa útvarp eða annað í gangi. Að mati Helgu er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að dýrin verði hrædd. Hugsanlega er hægt að venja dýr við flugeldahljóðum til að mynda með því að spila upptökur og fleira en Helga segir að hljóðin séu ekki það eina sem hræðir dýrin. „Það eru einnig ljósin og blossarnir sem hræða og mögulega hefur púðurlyktin einhver áhrif,“ segir Helga.Helga Finnsdóttir dýralæknir gefur dýraeigendum góð ráð um áramót.Vísir/GVAHelstu ráð Helgu eru þessi:Fara út með hunda áður en ósköpin bresta á.Hafa hunda ávallt í taumi ef farið er út og hafa ketti inni á meðan sprengingarnar eiga sér stað. Jafnvel getur verið gott að hafa hunda í taumi inni ef fólk er mikið að ramba inn og út.Skilja dýrin ekki eftir ein heima.Ekki bjóða upp á óþarfa hættu eins og að sprengja knöll inni eða ætla að sýna dýrum eitthvað sem gæti hrætt þau. Ekki er skynsamlegt að fara með dýrin á brennur.Gott er að draga fyrir glugga eða byrgja þá með einhverjum hætti ef hægt er til þess að minnka áreitið.Spila tónlist fyrir dýrin eða hafa útvarp í gangi til að reyna að deyfa hávaðann.Ef dýraeigandinn veit að dýrið muni hræðast lætin þá er hægt að huga að því að fá lyf sem eru kvíðastillandi.Hestaeigendur skulu reyna að setja fyrir glugga á hesthúsi og hafa tónlist á. Mikilvægt er að líta til þeirra eftir miðnætti. Einnig skal gæta þess að hestarnir hafi nóg hey.Veita hræddum dýrum nánd, stuðning og hvatningu. Ekki loka þau ein af fjarri hávaðanum.Minni notkun lyfja Erfitt er að spá fyrir um það hvernig dýr sem ekki hafa upplifað áramót bregðist við. „Ég hef ráðlagt fólki sem er með dýr sem það hefur ekki haft áður um áramót að sjá hvernig gangi núna og reyna að draga úr áhrifunum eins og það getur áður en kvíðastillandi lyf eru gefin,“ segir Helga. Hún segir að hún finni fyrir því að dregið hafi úr notkun lyfja fyrir dýr á þessum árstíma en getur þó ekki sagt til um það hvort notkun lyfjanna sé minni á landinu. „Dýralæknar þurfa eiginlega að þekkja dýrið og sögu þess áður en lyfjum er ávísað. Hægt er að tala við eigandann og reyna að ráðleggja honum. Ef maður veit söguna og veit að lyf hafi reynst dýrinu vel þá er hægt að ávísa lyfjum til þeirra.“Einkenni hræðslu Helga segir að einkenni um hræðslu hjá dýrum séu augljós. „Dýrin anda ótt og títt, titra og skjálfa og leita gjarnan skjóls frá látunum hjá eigendunum, undir rúmum eða jafnvel lengst inn í skáp. Sum geta jafnvel orðið svo hrædd að þau missi þvag,“ segir Helga. Þá getur matarlyst þeirra einnig minnkað og áhugi dýranna á leikföngum eða einhverju góðgæti sem þau hafa áður haft mikinn áhuga á. Helga segir að hundar séu alla jafna mun hræddari en kettir og því þurfi sárasjaldan að gefa þeim lyf.Flýja höfuðborgina með gæludýrin Helga segist hafa heyrt af því að dýraeigendur fari út fyrir borgarmörkin þar sem lætin eru minni til þess að hlífa dýrunum sínum. „Einhverjir fara til dæmis í sumarbústaði til þess að finna meiri ró en maður þarf að athuga að það er líka skotið upp í sveitinni og í sumarhúsabyggðum.“ Guðrún Halldórsdóttir og Pétur Haraldsson eiga tíu ára tíkina Loppu. Loppa er íslenskur fjárhundur og verður viti sínu fjarri þegar hún heyrir hvellina í flugeldunum að sögn Guðrúnar. „Hún er geltandi út í eitt. Við fórum með hana í fyrra í bústaðinn og ætlum að gera það aftur í ár.“ Að sögn Guðrúnar eru mun minni læti á svæðinu þar sem sumarbústaðurinn þeirra er, hér í Reykjavík verða þau vör við lætin alveg frá því leyfilegt er að selja flugelda og bregst Loppa strax við því. „Hér er byrjað að sprengja strax og jafnvel um miðja nótt og þá byrjar hún að gelta og maður er eiginlega bara illa sofinn,“ segir Guðrún. Dýr Flugeldar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Frá og með gærdeginum var heimilt að skjóta upp flugeldum. Tímabilinu lýkur svo á þrettándanum. Að mati dýralæknis er mikilvægt er að hlúa að dýrum í kringum áramótin þegar sprengdir eru flugeldar og lætin eru mikil. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir að dæmi séu um að eigendur dýra fari út fyrir bæjarmörkin til þess að finna meiri ró til að hlífa dýrunum. Helga hefur starfað sem dýralæknir í tugi ára og gefur lesendum Vísis góð ráð um hverju skuli huga að þegar ósköpin ganga yfir.Ólík dýr þurfa ólíka meðferð Ekki er hægt að alhæfa um það að mati Helgu hvernig hægt er að undirbúa dýr eða hvernig best sé að bregðast við á áramótum. „Sum dýr eru einfaldlega ofboðslega hrædd á meðan önnur dýr vilja þeytast á eftir rakettunum. Þessi tími getur verið tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr.“ „Það þarf að gæta að því dýri sem hefur sýnt merki um hræðslu og einnig hafa fyrirbyggjandi aðgerðir hjálpað, eins og að byrgja glugga ef hægt er eða vera á þeim stað í húsinu þar sem gætir minnst hávaða,“ segir Helga og bætir við að einnig er hægt að draga úr hávaða með því að spila tónlist eða hafa útvarp eða annað í gangi. Að mati Helgu er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að dýrin verði hrædd. Hugsanlega er hægt að venja dýr við flugeldahljóðum til að mynda með því að spila upptökur og fleira en Helga segir að hljóðin séu ekki það eina sem hræðir dýrin. „Það eru einnig ljósin og blossarnir sem hræða og mögulega hefur púðurlyktin einhver áhrif,“ segir Helga.Helga Finnsdóttir dýralæknir gefur dýraeigendum góð ráð um áramót.Vísir/GVAHelstu ráð Helgu eru þessi:Fara út með hunda áður en ósköpin bresta á.Hafa hunda ávallt í taumi ef farið er út og hafa ketti inni á meðan sprengingarnar eiga sér stað. Jafnvel getur verið gott að hafa hunda í taumi inni ef fólk er mikið að ramba inn og út.Skilja dýrin ekki eftir ein heima.Ekki bjóða upp á óþarfa hættu eins og að sprengja knöll inni eða ætla að sýna dýrum eitthvað sem gæti hrætt þau. Ekki er skynsamlegt að fara með dýrin á brennur.Gott er að draga fyrir glugga eða byrgja þá með einhverjum hætti ef hægt er til þess að minnka áreitið.Spila tónlist fyrir dýrin eða hafa útvarp í gangi til að reyna að deyfa hávaðann.Ef dýraeigandinn veit að dýrið muni hræðast lætin þá er hægt að huga að því að fá lyf sem eru kvíðastillandi.Hestaeigendur skulu reyna að setja fyrir glugga á hesthúsi og hafa tónlist á. Mikilvægt er að líta til þeirra eftir miðnætti. Einnig skal gæta þess að hestarnir hafi nóg hey.Veita hræddum dýrum nánd, stuðning og hvatningu. Ekki loka þau ein af fjarri hávaðanum.Minni notkun lyfja Erfitt er að spá fyrir um það hvernig dýr sem ekki hafa upplifað áramót bregðist við. „Ég hef ráðlagt fólki sem er með dýr sem það hefur ekki haft áður um áramót að sjá hvernig gangi núna og reyna að draga úr áhrifunum eins og það getur áður en kvíðastillandi lyf eru gefin,“ segir Helga. Hún segir að hún finni fyrir því að dregið hafi úr notkun lyfja fyrir dýr á þessum árstíma en getur þó ekki sagt til um það hvort notkun lyfjanna sé minni á landinu. „Dýralæknar þurfa eiginlega að þekkja dýrið og sögu þess áður en lyfjum er ávísað. Hægt er að tala við eigandann og reyna að ráðleggja honum. Ef maður veit söguna og veit að lyf hafi reynst dýrinu vel þá er hægt að ávísa lyfjum til þeirra.“Einkenni hræðslu Helga segir að einkenni um hræðslu hjá dýrum séu augljós. „Dýrin anda ótt og títt, titra og skjálfa og leita gjarnan skjóls frá látunum hjá eigendunum, undir rúmum eða jafnvel lengst inn í skáp. Sum geta jafnvel orðið svo hrædd að þau missi þvag,“ segir Helga. Þá getur matarlyst þeirra einnig minnkað og áhugi dýranna á leikföngum eða einhverju góðgæti sem þau hafa áður haft mikinn áhuga á. Helga segir að hundar séu alla jafna mun hræddari en kettir og því þurfi sárasjaldan að gefa þeim lyf.Flýja höfuðborgina með gæludýrin Helga segist hafa heyrt af því að dýraeigendur fari út fyrir borgarmörkin þar sem lætin eru minni til þess að hlífa dýrunum sínum. „Einhverjir fara til dæmis í sumarbústaði til þess að finna meiri ró en maður þarf að athuga að það er líka skotið upp í sveitinni og í sumarhúsabyggðum.“ Guðrún Halldórsdóttir og Pétur Haraldsson eiga tíu ára tíkina Loppu. Loppa er íslenskur fjárhundur og verður viti sínu fjarri þegar hún heyrir hvellina í flugeldunum að sögn Guðrúnar. „Hún er geltandi út í eitt. Við fórum með hana í fyrra í bústaðinn og ætlum að gera það aftur í ár.“ Að sögn Guðrúnar eru mun minni læti á svæðinu þar sem sumarbústaðurinn þeirra er, hér í Reykjavík verða þau vör við lætin alveg frá því leyfilegt er að selja flugelda og bregst Loppa strax við því. „Hér er byrjað að sprengja strax og jafnvel um miðja nótt og þá byrjar hún að gelta og maður er eiginlega bara illa sofinn,“ segir Guðrún.
Dýr Flugeldar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira