Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun