Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2017 12:23 Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun