Mjanmarskur hershöfðingi á svarta listann og eignir hans frystar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Rúm hálf milljón Róhingja hefur flúið til Bangladess. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók í gær ákvörðun um að frysta eignir þrettán einstaklinga sem grunaðir eru um alvarleg mannréttindabrot og spillingu. Einna mesta athygli vakti nafn mjanmarska hershöfðingjans Maung Maung Soe á listanum. Í tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu segir að Soe hafi haft yfirumsjón með aðgerðum hersins gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Hann beri ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum gegn Róhingjum. Bandaríkjamenn hafa áður sagt mjanmarska herinn standa að þjóðernishreinsunum á Róhingjum. Þeir drepi saklausa borgara og brenni bæi Róhingja til grunna. Því hafa mjanmörsk yfirvöld þó neitað. Á meðal annarra sem fá sömu meðferð og Soe eru fyrrverandi Gambíuforsetinn Yahya Jammeh. Hann steig til hliðar fyrr á árinu og segir í tilkynningunni að hann eigi sér „langa sögu alvarlegra mannréttindabrota og spillingar“. Jammeh hafi stofnað hryðjuverka- og dauðasveitir sem hafi ráðist á þá sem hann taldi ógna valdi sínu. Þá hafa eignir pakistanska skurðlæknisins Mukhtar Hamid Shah verið frystar. Læknirinn er sagður hafa framið mannrán, haldið fórnarlömbum gegn vilja sínum, fjarlægt líffæri þeirra og selt á svörtum markaði. Gulnara Karimova, dóttir úsbekska leiðtogans fyrrverandi, Islams Karimov, er einnig á listanum. Hún er sögð hafa verið í forsvari fyrir skipulögðum glæpasamtökum sem mútuðu og hótuðu kjörnum fulltrúum. Karimova hefur áður verið sakfelld fyrir þjófnað, fjárdrátt og skattsvik. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók í gær ákvörðun um að frysta eignir þrettán einstaklinga sem grunaðir eru um alvarleg mannréttindabrot og spillingu. Einna mesta athygli vakti nafn mjanmarska hershöfðingjans Maung Maung Soe á listanum. Í tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu segir að Soe hafi haft yfirumsjón með aðgerðum hersins gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Hann beri ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum gegn Róhingjum. Bandaríkjamenn hafa áður sagt mjanmarska herinn standa að þjóðernishreinsunum á Róhingjum. Þeir drepi saklausa borgara og brenni bæi Róhingja til grunna. Því hafa mjanmörsk yfirvöld þó neitað. Á meðal annarra sem fá sömu meðferð og Soe eru fyrrverandi Gambíuforsetinn Yahya Jammeh. Hann steig til hliðar fyrr á árinu og segir í tilkynningunni að hann eigi sér „langa sögu alvarlegra mannréttindabrota og spillingar“. Jammeh hafi stofnað hryðjuverka- og dauðasveitir sem hafi ráðist á þá sem hann taldi ógna valdi sínu. Þá hafa eignir pakistanska skurðlæknisins Mukhtar Hamid Shah verið frystar. Læknirinn er sagður hafa framið mannrán, haldið fórnarlömbum gegn vilja sínum, fjarlægt líffæri þeirra og selt á svörtum markaði. Gulnara Karimova, dóttir úsbekska leiðtogans fyrrverandi, Islams Karimov, er einnig á listanum. Hún er sögð hafa verið í forsvari fyrir skipulögðum glæpasamtökum sem mútuðu og hótuðu kjörnum fulltrúum. Karimova hefur áður verið sakfelld fyrir þjófnað, fjárdrátt og skattsvik.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira