Koma svo SSH! Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar