Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 21:00 Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur er sökuð um ómálefnaleg vinnubrögð vegna mats á umsækjendum. Settur dómsmálaráðherra sendi dómnefndinni bréf þar sem hann gagnrýnir aðferðir dómnefndarinnar. Lögum samkvæmt var skipuð fimm manna dómnefnd til að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður við héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða sem auglýstar voru lausar til umsóknar í september. Lögum samkvæmt er ráðherra að jafnaði bundinn af niðurstöðu nefndarinnar við skipun í stöðurnar. Nefndin skilaði umsögn sinni þann 22. desember síðastliðinn, 10 dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að hefja störf. Þar voru tíundaðir átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. Jónas er einn 23 umsækjenda sem hafa skilað andmælum vegna umsagnar nefndarinnar, sem hann telur sæta mikilli furðu. Nefndin notaðist aðallega við þrjú viðmið í mati sínu, reynslu af dómarastörfum, lögmannsstörfum og stjórnsýslustörfum. Í tilfelli Jónasar var hann hins vegar metinn lægra en umsækjandi sem sinnt hefur starfi setts héraðsdómara í um átta ár. Hann segir ómögulegt að átta sig á ástæðum þessa, enda sé engan haldbæran rökstuðning að finna í niðurstöðu nefndarinnar. Jónas lét af dómsstörfum í árslok 2011 og hefur sinnt lögmennsku undanfarin sex ár. Í mati dómnefndarinn er hins vegar einungis hluti þessara lögmannsstarfa metinn honum til tekna. Er í því samhengi m.a. vísað til þess að hann sé að hluta búsettur í Brussel þaðan sem hann vinni fjarvinnu og að hann sé einungis fulltrúi á lögmannsstofu. „Ég er svo gáttaður á þessu. Ég veit ekki hvað ég á að segja við mína skjólstæðinga. Að ég hafi ekki unnið fyrir þá síðustu ár?“ Þá tiltekur dómnefndin það jafnframt að Jónas hafi í störfum sínum gjarnan sætt mál, frekar en að reka þau fyrir dómstólum. „Þannig að í staðinn fyrir það að virða það að ég hafi sætt flest þau mál, bæði sem dómari og sem lögmaður, þá virðist það vera mínus í kladdann hjá mér.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu. Ráðuneyti hans sendi í gær bréf til dómnefndarinnar þar sem umsögnin er gagnrýnd nokkuð harðlega. Þar er óskað aukins rökstuðnings og útlistaðar athugasemdir í tíu liðum, m.a. er snúa að dómarareynslu umsækjenda og sérstökum viðtölum sem nefndin tók. Þá segir að skýringar nefndarinnar séu óljósar og gefi litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Jakob R. Möller formaður dómnefndarinnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Sömu sögu er að segja um Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann dómarafélags Íslands, sem baðst undan viðtali.Þorbjörn Þórðarson ræddi málið við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spjall þeirra má horfa á í lok klippunnar sem fylgir fréttinni hér að ofan. Dómsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur er sökuð um ómálefnaleg vinnubrögð vegna mats á umsækjendum. Settur dómsmálaráðherra sendi dómnefndinni bréf þar sem hann gagnrýnir aðferðir dómnefndarinnar. Lögum samkvæmt var skipuð fimm manna dómnefnd til að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður við héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða sem auglýstar voru lausar til umsóknar í september. Lögum samkvæmt er ráðherra að jafnaði bundinn af niðurstöðu nefndarinnar við skipun í stöðurnar. Nefndin skilaði umsögn sinni þann 22. desember síðastliðinn, 10 dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að hefja störf. Þar voru tíundaðir átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. Jónas er einn 23 umsækjenda sem hafa skilað andmælum vegna umsagnar nefndarinnar, sem hann telur sæta mikilli furðu. Nefndin notaðist aðallega við þrjú viðmið í mati sínu, reynslu af dómarastörfum, lögmannsstörfum og stjórnsýslustörfum. Í tilfelli Jónasar var hann hins vegar metinn lægra en umsækjandi sem sinnt hefur starfi setts héraðsdómara í um átta ár. Hann segir ómögulegt að átta sig á ástæðum þessa, enda sé engan haldbæran rökstuðning að finna í niðurstöðu nefndarinnar. Jónas lét af dómsstörfum í árslok 2011 og hefur sinnt lögmennsku undanfarin sex ár. Í mati dómnefndarinn er hins vegar einungis hluti þessara lögmannsstarfa metinn honum til tekna. Er í því samhengi m.a. vísað til þess að hann sé að hluta búsettur í Brussel þaðan sem hann vinni fjarvinnu og að hann sé einungis fulltrúi á lögmannsstofu. „Ég er svo gáttaður á þessu. Ég veit ekki hvað ég á að segja við mína skjólstæðinga. Að ég hafi ekki unnið fyrir þá síðustu ár?“ Þá tiltekur dómnefndin það jafnframt að Jónas hafi í störfum sínum gjarnan sætt mál, frekar en að reka þau fyrir dómstólum. „Þannig að í staðinn fyrir það að virða það að ég hafi sætt flest þau mál, bæði sem dómari og sem lögmaður, þá virðist það vera mínus í kladdann hjá mér.“ Guðlaugur Þór Þórðarson er settur dómsmálaráðherra í málinu. Ráðuneyti hans sendi í gær bréf til dómnefndarinnar þar sem umsögnin er gagnrýnd nokkuð harðlega. Þar er óskað aukins rökstuðnings og útlistaðar athugasemdir í tíu liðum, m.a. er snúa að dómarareynslu umsækjenda og sérstökum viðtölum sem nefndin tók. Þá segir að skýringar nefndarinnar séu óljósar og gefi litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Jakob R. Möller formaður dómnefndarinnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Sömu sögu er að segja um Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann dómarafélags Íslands, sem baðst undan viðtali.Þorbjörn Þórðarson ræddi málið við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spjall þeirra má horfa á í lok klippunnar sem fylgir fréttinni hér að ofan.
Dómsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira