Handbolti

Dagur: Þýska liðið sterkari á pappír í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dagur Sigurðsson telur að Þýskaland sé með sterkara lið á pappírunum heldur en þegar hann stýrði liðinu til sigurs á EM fyrir tveimur árum.

Þegar Dagur var með þýska landsliðið vantaði margar af stærstu stjörnum liðsins vegna meiðsla en hann náði að þjappa hópnum saman og stýra liðinu í átt að gullinu.

„Á pappírunum eru þeir sterkari í dag og strákarnir hafa talað um það að hópurinn sé sterkari fyrir þessa keppni. Gensheimer, Weinhold  og fleiri voru ekki með og við þurftum að kalla til menn eins og Wolff sem var þá óþekktur en er í dag orðinn stjarna.“

Dagur á von á harðri keppni á mótinu og að heimamenn geti farið langt.

„Ég hef trú að eitthvað af löndunum af Balkanskaganum, Serbar eða Króatar, fari langt. Þar finnst mér Króatar líklegir þar sem heimaliðið kemst ótrúlega oft í undanúrslitin. Svo eru þessi hefðbundnu, Frakkland, Danmörk og Spánn. Noregur og Svíþjóð gætu farið eitthvað langt og Ísland gæti komið á óvart.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×