Færeyingar telja ákvörðun sjávarútvegsráðherra ólöglega 5. janúar 2018 21:58 Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja mótmælir því að fiskveiðisamningur Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Samsett mynd Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25
Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30
Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00