Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina Stefán Benediktsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Benediktsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun