Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2018 10:29 Jónas Þór Guðmundsson, formaður Kjararáðs, milli þeirra Agnesar Biskups og Kristjáns formanns PÍ. Samkvæmt markmiðalýsingu og greinargerð sem Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands (PÍ), sendi kjararáði 2016 og Vísir hefur undir höndum, hafa prestar lengi harmað sinn hlut og telja sig hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttum. Í greinargerðinni kemur fram að viðmiðunarstéttir presta séu alþingismenn og skólameistarar. Þá telja þeir rétt að miða kjör biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Ljóst er að prestar hafa sótt það nokkuð fast að launakjör þeirra bætt. Frumforsenda þess er að biskup hækki verulega í launum sem „forstöðumaður Þjóðkirkjunnar“. „Laun biskups Íslands verði leiðrétt til samræmis við margþætt opinbert forystuhlutverk hjá kirkju og þjóð og verði aftur miðuð við þá sem áður var miðað við, ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra,“ segir í markmiðalýsingu. Nokkuð hefur verið fjallað um endurskoðun kjararáðs á kjörum prestastéttarinnar og Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups yfir Íslandi. Víst er að Kristjáni Björnssyni hugnast sá fréttaflutningur lítt og hefur hann sent fréttastofu erindi vegna þessa. Kristján vill meina að umfjöllunin sé röng og villandi og til þess falla að varpa rýrð á Agnesi biskup persónulega. Ekki liggur fyrir nákvæmlega, samkvæmt erindi formanns, í hverju rangfærslunar felast en í bréfi Kristjáns til fréttastofu segir meðal annars: „Það er Prestafélag Íslands sem sendir inn megin greinagerðina til kjararáðs og það er stjórn PÍ sem óskaði eftir því snemma sumars 2015 við kjararáð að þessi hópur allur yrði tekinn til umfjöllunar og þar með biskuparnir.“Vildu enn hærri laun fyrir biskupÍ téðri greinagerð presta er farið ítarlega í saumana á kröfugerð sem snýr að launaflokkum. Talað er um nauðsyn þess að biskup Íslands hækki verulega í mánaðarlaunum og einingum auk þess sem talað er um kvaðir af búsetuskyldu á biskupssetrum – að þær verði metnar til eininga. Í niðurlagi í greinargerðinni kemur fram að prestar vilji að biskup Íslands sé í launaflokki 502-146 og fái 40 einingar að auki vegna ógreiddrar yfirvinnu. Samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs lenti biskup í launaflokki 142 sem þýðir að biskup er ekki með eins há laun og prestar hefðu kosið og skeikar þar um 170 þúsund krónum á mánuði. „Vegna margþættar opinberrar ábyrgðar og forystuhlutverks hjá kirkju og þjóð og vegna nauðsynlegrar leiðréttingar á kjörum hans skal leiðrétta laun biskups Íslands til samræmis við þá sem áður var miðað við. Skal biskup Íslands þiggja laun samkvæmt launaflokki 502-146 og fá greiddar 40 einingar mánaðarlega vegna mjög óreglulegs vinnutíma og ábyrgðar í opinberu starfi,“ segir í skjalinu.Vildu sérúrskurð vegna aukins álags Í markmiðaskjalinu sem snýr að nýjum sérúrskurði fyrir presta kemur fram að þeir telja sig hafa dregist aftur úr „sambærilegum viðmiðunarstéttum“ sem eru alþingismenn og og skólameistarar. „Mikilvægt er að leiðrétta samanburð við aðra sem kjararáð úrskurðar laun og önnur kjör. Prestar hafa dregist mjög aftur og nægir að benda á alþingismenn og skólameistara. Því er áríðandi að lægsti launaflokkur presta verði leiðréttur til samræmis við sambærilegar viðmiðunarstéttir út frá ábyrgð og þjónustu við íbúa prestakallsins.“ Þá kemur þar jafnframt fram að prestar vilja að laun biskups miðist við laun ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Prestafélag Íslands fer fram á nýjan sérúrskurð Kjararáðs „vegna breytinga sem orðið hafa á starfsumhverfi presta, sóknarpresta, héraðspresta, prófasta og biskupa frá síðasta sérúrskurði 2005. Einnig er vísað til þess að við sameiningar og hagræðingu hefur álag og ábyrgð í starfi aukist í almennri þjónustu, sálgæslu, samstarfi og vaktþjónustu við íbúa landsins. Markmið PÍ er að meta og flokka embættin betur eftir umfangi þeirra eftir nýjum leiðum. Þá leitar PÍ leiðréttinga á kjörum til samræmis við aðra sem heyra undir kjararáð,“ segir um forsendur kröfugerðar Prestafélagsins. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Samkvæmt markmiðalýsingu og greinargerð sem Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands (PÍ), sendi kjararáði 2016 og Vísir hefur undir höndum, hafa prestar lengi harmað sinn hlut og telja sig hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttum. Í greinargerðinni kemur fram að viðmiðunarstéttir presta séu alþingismenn og skólameistarar. Þá telja þeir rétt að miða kjör biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Ljóst er að prestar hafa sótt það nokkuð fast að launakjör þeirra bætt. Frumforsenda þess er að biskup hækki verulega í launum sem „forstöðumaður Þjóðkirkjunnar“. „Laun biskups Íslands verði leiðrétt til samræmis við margþætt opinbert forystuhlutverk hjá kirkju og þjóð og verði aftur miðuð við þá sem áður var miðað við, ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra,“ segir í markmiðalýsingu. Nokkuð hefur verið fjallað um endurskoðun kjararáðs á kjörum prestastéttarinnar og Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups yfir Íslandi. Víst er að Kristjáni Björnssyni hugnast sá fréttaflutningur lítt og hefur hann sent fréttastofu erindi vegna þessa. Kristján vill meina að umfjöllunin sé röng og villandi og til þess falla að varpa rýrð á Agnesi biskup persónulega. Ekki liggur fyrir nákvæmlega, samkvæmt erindi formanns, í hverju rangfærslunar felast en í bréfi Kristjáns til fréttastofu segir meðal annars: „Það er Prestafélag Íslands sem sendir inn megin greinagerðina til kjararáðs og það er stjórn PÍ sem óskaði eftir því snemma sumars 2015 við kjararáð að þessi hópur allur yrði tekinn til umfjöllunar og þar með biskuparnir.“Vildu enn hærri laun fyrir biskupÍ téðri greinagerð presta er farið ítarlega í saumana á kröfugerð sem snýr að launaflokkum. Talað er um nauðsyn þess að biskup Íslands hækki verulega í mánaðarlaunum og einingum auk þess sem talað er um kvaðir af búsetuskyldu á biskupssetrum – að þær verði metnar til eininga. Í niðurlagi í greinargerðinni kemur fram að prestar vilji að biskup Íslands sé í launaflokki 502-146 og fái 40 einingar að auki vegna ógreiddrar yfirvinnu. Samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs lenti biskup í launaflokki 142 sem þýðir að biskup er ekki með eins há laun og prestar hefðu kosið og skeikar þar um 170 þúsund krónum á mánuði. „Vegna margþættar opinberrar ábyrgðar og forystuhlutverks hjá kirkju og þjóð og vegna nauðsynlegrar leiðréttingar á kjörum hans skal leiðrétta laun biskups Íslands til samræmis við þá sem áður var miðað við. Skal biskup Íslands þiggja laun samkvæmt launaflokki 502-146 og fá greiddar 40 einingar mánaðarlega vegna mjög óreglulegs vinnutíma og ábyrgðar í opinberu starfi,“ segir í skjalinu.Vildu sérúrskurð vegna aukins álags Í markmiðaskjalinu sem snýr að nýjum sérúrskurði fyrir presta kemur fram að þeir telja sig hafa dregist aftur úr „sambærilegum viðmiðunarstéttum“ sem eru alþingismenn og og skólameistarar. „Mikilvægt er að leiðrétta samanburð við aðra sem kjararáð úrskurðar laun og önnur kjör. Prestar hafa dregist mjög aftur og nægir að benda á alþingismenn og skólameistara. Því er áríðandi að lægsti launaflokkur presta verði leiðréttur til samræmis við sambærilegar viðmiðunarstéttir út frá ábyrgð og þjónustu við íbúa prestakallsins.“ Þá kemur þar jafnframt fram að prestar vilja að laun biskups miðist við laun ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Prestafélag Íslands fer fram á nýjan sérúrskurð Kjararáðs „vegna breytinga sem orðið hafa á starfsumhverfi presta, sóknarpresta, héraðspresta, prófasta og biskupa frá síðasta sérúrskurði 2005. Einnig er vísað til þess að við sameiningar og hagræðingu hefur álag og ábyrgð í starfi aukist í almennri þjónustu, sálgæslu, samstarfi og vaktþjónustu við íbúa landsins. Markmið PÍ er að meta og flokka embættin betur eftir umfangi þeirra eftir nýjum leiðum. Þá leitar PÍ leiðréttinga á kjörum til samræmis við aðra sem heyra undir kjararáð,“ segir um forsendur kröfugerðar Prestafélagsins.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05
Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00